Börn og menning - 01.09.2007, Page 15
Fimm manna fjölskylda á slóðum Astridar Lindgren
13
hlustuðum á sögubrot á
ensku eða sænsku. Við völdum að
sjálfsögðu sænskuna því hana las Astrid
sjálf. Og svo hófst ævintýraferðin. Á meðan
vagninn silaðist áfram birtust smágerðar
leikmyndir úr bókum Astridar og hlýleg
röddin sagði okkur frá því sem fyrir augu
bar. Leikmyndirnar voru næstum alveg kyrrar
og ekkert hátæknilegt við þær en þær
báru þess merki að nostrað hafði verið við
hvert smáatriði og það var gaman. Stundum
voru margar myndir úr sömu sögunni og
þegar leið á ferðina fengum við stundum
nýstárleg sjónarhorn á þær - vagninn
tókst á loft og sveif yfir Kirsuberjadal þar
sem trén voru í blóma og nálgaðist rólega
bræðurna Ljónshjarta þar sem þeir sitja á
brúnni - myndina sem við þekkjum svo vel af
bókarkápunni. Það var tilkomumikið.
Á endastöð var Sjónarhóll Línu Langsokks
í öllu sínu veldi. Úti á hlaði stóð hesturinn og
upp á hann máttu stórir sem smáir klifra og
láta mynda sig. Húsið var eins og Lína hefði
rétt skroppið frá og þar mátti smáfólkið leika
sér að vild - klifra upp tröppur, renna sér
niður rennibrautir og róta í dótinu hennar
Línu.
Á leiðinni út var farið ( gegnum aðra
töfraveröld. Stóran sal var búið að innrétta
með sögusviði Kalla á þakinu þar sem
hægt var að príla um húsþök án þess að
nokkur skammaði mann fyrir það. Er það
ekki draumur hvers barns? Ekki veit ég
hvort það voru Stokkhólmsþökin sem töfðu
kónginn um árið en sagan segir að þegar
garðurinn var vígður hafi Astrid og Karl
Gustaf Svíakonungur farið fyrst inn og af
öryggisástæðum mátti ekki
hleypa hinum boðsgestunum inn fyrr
en hans hátign var kominn út. Ferðin átti
að taka 20 mínútur en það leið og beið og
aldrei komu Astrid og Karl Gustaf. Eftir að
hafa heimsótt safnið skil ég það vel. Ef ég
væri kóngur hefði ég líka heimtað að fara
marga hringi um heiminn hennar Astridar!
í beykiskógum Smálanda
Við fórum öll glöð úr Junibacken og
hlökkuðum til að halda pílagrímsferðinni
áfram f Smálöndunum. Þangað var býsna
löng leið eftir tilbreytingasnauðri hraðbraut
og eins gott að barnakortabókin af
Svíþjóð sem við keyptum innihélt nokkra
skemmtilega bílaleiki. Þar lærðum við til
dæmis leik sem gengur út á það að hugsa
sér tvö rímorð og gefa samferðafólkinu
vísbendingu með tveimur samheitum.
Heimilisfaðirinn sagði til dæmis dýr og kall
í kjól og var nokkuð stoltur af yngstu dóttur
sinni sem kveikti strax á því að það væru
rímorðin hestur og prestur. Þremur tímum
síðar renndum við inn í Vimmerby - eða
Vimmabæ eins og Vilborg Dagbjartsdóttir
nefndi hann í þýðingu sinni á EmilíKattholti.
Það er ekki stór bær og nokkuð augljóst úr
langri fjarlægð hvert aðalaðdráttaraflið er:
Astrid Lindgrens Várld. Skemmtigarðurinn er
gríðarstór og reistur samkvæmt samkomulagi
við Astrid og fjölskyldu hennar. Að þessu
sinni gerði Astrid þá kröfu að garðurinn
væri ekki staður þar sem börn væru mötuð
á innihaldslausri afþreyingu heldur væru
þau virkjuð
sjálf - bæði hugur og líkami.
Og það hefur sannarlega heppnast. Veröld
Astridar Lindgren er eitt risavaxið útileikhús
þar sem gestir geta ýmist verið áhorfendur
eða leikarar. Sögusvið flestra bóka Astridar
Lindgren eru þar, sum í fullri stærð en
önnur smækkuð í nokkuð réttu hlutfalli við
meðalhæð gesta garðsins. Og með sögusviði
á ég ekki bara við hús persónanna - þarna er
bæði Kirsuberjadalur og Þyrnirósardalur með
fjölmörgum byggingum, öll Skarkalagata
með brekkunni þar sem Lotta húrraði niður
á hjólinu hennar frú Berg, Kattholt með
útihúsum, Matthíasarskógur með kastala og
helvítisgjá og svona mætti lengi telja.
Við vorum óskaplega glöð að hafa
ákveðið að dvelja tvo daga í garðinum
- það var algert lágmark! Fyrri daginn vorum
við raunar óheppin með veður og vorum
orðin býsna blaut og framlág þegar við
skriðum heim í kofann okkar undir kvöldið.
En seinni dagurinn var þurr og allir mun
kátari. Þá jókst lífið í garðinum til allra muna
og um allt voru leikarar að túlka atriði úr
sögum Astridar. ( dagskránni okkar sáum
við hvenær yrði leikið á hverjum stað og
reyndum eins og við gátum að ná sem flestu.
Þannig sáum við viðskipti Línu langsokks og
bófanna í Sjónarhóli, Rasmus og Paradísar-
Óskar syngja saman ( hlöðudyrunum, stóran
hóp Kattholtsfólks leika atriðið þar sem Emil
reynir að draga tönn úr Línu og örlagaríka
ferð þeirra Sólbakkasystra, Maddittar og
Betu, upp á eldiviðarskúrinn. Á milli stuttra
leikþátta buðu leikararnir gestum garðsins
að koma til sín, hvort sem var til að spjalla
eða láta taka af sér mynd. Leikararnir dvöldu