Börn og menning - 01.09.2007, Side 18
16
Börn og menning
er öruggt að Vippi hinn íslenski varð til
vegna samgönguörðugleika við Danmörku
af völdum seinni heimsstyrjaldarinnar, enda
gerir höfundurskýra grein fyrirtilurð bókanna
í formála. Má taka svona bókmenntalegt
lán? Má lýsa yfir sjálfstæði? Það gæti verið
efni í mikla rannsókn hvernig Vippi breytist
úr Dana í íslending þegar ekki er langt í
sjálfstæði þjóðarinnar. Ég hef ekki kynnt
mér Vippa eins og hann var á frummálinu
og eins og hann birtist í þýðingum í Vikunni
áður en stríðið skar á samskiptin en sá Vippi
sem kemur fyrir sjónir lesenda í bókarformi
er ákaflega íslenskur.
konar fólk, lent f ýmsum ævintýrum
og sum þeirra eru mjög í ætt við
íslenskan þjóðsagnaheim. Önnur
eru skondnar sögur af sniðugum
strák þar sem smæð hans er nýtt til
hins ýtrasta.
Það er svolítið um villur í bókunum
og hógværð höfundar í formála er ekki
alveg ástæðulaus, þær bera þess merki að
vera „samdar á hlaupunum" eins og hann
orðar það. En Vippi nær sér alltaf á strik
aftur. Bækurnar eru skemmtileg lesning fyrir
börn, kannski ekki síst fyrir þá sök hvað þær
eru rammíslenskar og veita mikla innsýn
í liðinn tíma. Mjólkurpóstur ferjar Vippa
með hestvagni í Sundhöll Reykjavíkur áður
en haldið er til sjós á togara. Og bækurnar
eru á tveimur hæðum eins og best gerist:
barnahæð og hæð fyrir fullorðna lesendur.
Á barnahæðinni er skemmtilegt og á sviði
fullorðinna morar allt af sögulegri glettni og
textaleikjum sem barnið missir líklega af.
ísland í gær
í bókunum um Vippa birtist veruleikasýn sem
virðistfurðulega uppgufuð, hana má sem best
kenna við íslenskan ungmennafélagsanda,
þjóðlegt andrúmsloft: Vippi er drengur góður
þótt hann sé svolítið uppátektarsamur. Hann
fer á hestbak, flýgur á bakinu á hrafni
og skemmtir sér á harmónikkuballi. Fyrst
dúkkar Vippi upp hjá sögupersónu sem
heitir „Ritstjórinn" og á allt sameiginlegt,
að vænta má, með Jóni H. Guðmundssyni.
Vippi birtist nánar tiltekið á skrifborðinu
hans, alveg upp úr þurru, og hummar fram
af sér spurningar um hvernig hann hafi
lent þar en þykir ákaflega gaman að vera
kominn til íslands. Vippi rennur fljótlega
úr greipum ritstjórans og ferðast um allar
trissur, úr borg í sveit og síðan sjóleiðina
aftur til Reykjavíkur í lok bókanna þriggja
og hefur á leiðinni komist í kynni við alls
Vippi sleppur úr vasanum
Ekki bara dúkkar Vippi upp á skrifborði
endurritara í upphafi leiks heldur sest hann
þvínæst „á stóru íslenzk-dönsku orðabókina
hans Sigfúsar Blöndal, sem lá á skrifborðinu"
og felur sig síðan innan um pappíra
í bréfakörfunni. Eftir þessar upplifanir er
hann altalandi á íslensku: „Börnum, sem
eru námfús, gengur oftast vel að læra" er
skýringin sem beint er til forvitinna barna.
Næsta verkefni vinar hans, ritstjórans, er
að fara með Vippa í prentsmiðjuna. „Jæja!"
segir hann. „Hér sérðu þetta handrit af
sögunní um þig. Nú förum við með það
niður í prentsmiðjuna." Vippi fær að halda á
blöðunum en ákveður að athuga hvort þau
geti flogið og fleygir þeim út um allt, ritstjóra
til skelfingar. Hann nær að safna þeim saman.
[ raun fer ekki ósvipað fyrir bókunum sjálfum
því kaflarnir leika svolítið lausum hala, leita
hingað og þangað, flakkað er á milli staða og
aukapersónur birtast og hverfa.
f prentsmiðjunni reynir Vippi að fara með
einu blaðinu i prentvélína. Hann dettur ofan
í svertubox og situr þar fastur, bleksvartur
uns honum er bjargað. Þannig er hann allar
bækurnar út í gegn, rammíslenskur, með
blettum af prentsvertu sem hefur verið flutt
inn frá Danmörku.
Ritstjórinn kemur ekki aftur við sögu eftir
að hann hefur lokið við umsköpun sína
á Vippa í fyrstu bók. Hann sést ekki aftur
fyrr en í þeirri þriðju þar sem hann hittir
Vippa um borð í skipinu „Gljúfurfoss" þar
sem einnig eru maður í botnlausum skóm,
sprenglærður prófessor að nafni Alltveit og
skáld sem er kallað Pétur Ljósdal og fer með
Ijóð um ský með fyrirmyndina fyrir framan
sig. Ritstjórinn stingur Vippa í vasa sinn
til að bjarga honum frá afleiðingum eins
skammarstriksins því honum þykir vænt um
hann. Vippa líkar ekki vasavistin og sleppur
undan. Það er vel við hæfi.
Höfundur er rithöfundur