Börn og menning - 01.09.2007, Qupperneq 30
28
Börn og menning
Guðrún Lára Pétursdóttir
Gleði á gúmmístígvélum
Um Lífog fjör í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren
Það eru sennilegar engar ýkjur að segja
að allir Islendingar þekki sögur Astridar
Lindgren. Allt frá því Fétagsprentsmiðjan
á Akureyri gaf Línu langsokk út í íslenskri
þýðingu árið 1948 hafa íslensk börn á öllum
aldri notið hins stórkostlega sagnaheims
þessarar sænsku skáldkonu sem hefði orðið
100 ára einmitt nú í ár hefði hún lifað. í
tilefni afmælisársins hefur sögum Astridar
Lindgren verið veitt aukin athygli viða um
heim þótt hún hafi vissulega verið töluverð
fyrir. Út hafa komið ýmis safnrit með
verkum hennar og margar bókanna verið
endurútgefnar og -prentaðar svo fátt eitt
sé nefnt. Bókin Líf og fjör í Ólátagarði er
sennilega afsprengi þessarar Lindgrenbylgju
sem gengið hefuryfir á árinu. Hún hefur að
geyma þrjár áður útgefnar sögur Astridar
Lindgren: Barnadagur í Ólátagarði, Vor i
Ólátagarði, og Jól i Ólátagarði.
Sældarlíf í sænskri sveit
Börnin í Ólátagarði þarf vart að kynna.
Sögumaður frásagnanna er Lísa sem býr í
Miðbænum ásamt bræðrum sínum Lassa
og Bjössa, í Norðurbænum búa Berta og
Anna og í Suðurbænum búa Óli og Kristín
litla, sem er yngst barnanna. Saman mynda
þessi hús þríbýlið Ólátagarð og þar leika
börnin sér í sátt og samlyndi daginn út og
inn. Þau eiga bú úti á engi, stökkva ofan af
eldiviðarskúrnum, dansa í kringum varðeld
og renna sér á skíðum og skautum. Auk þess
umgangast þau dýrin í kringum bæinn, gefa
heimalningi mjólk úr pela, gera tilraun til
að fara í reiðtúr á tarfsbaki og flýja í ofboði
undan óðum hrúti svo fátt eitt sé nefnt.
Börnin lifa sem sagt sældarlífi í sveitinni og
tilveran snýst að mestu um leiki og fjör.
Að vísu eru þau látin hjálpa til heima við
inn á milli en þá tekst þeim undireins að
gera verkefnin svo skemmtileg að enginn
raunverulegur munur er á leik og störfum.
í Ólátagarðssögunum er sakleysi bernsk-
unnar því ríkjandi. Þær eru sveipaðar þessum
Ijóma sem margir kannast sjálfsagt við þegar
þeir minnast eígin æsku: það var alltaf gott
veður, það var alltaf skemmtilegt og aldrei
dauð stund. Það kemur því kannski ekki á
óvart að sögurnar um börnin f Ólátagarði
byggja að nokkru leyti á minningum Astridar
Lindgren sjálfrar og fyrirmynd býlisins er
æskuheimili föður hennar, Svedstorp í
Smálöndunum.
Byltingarkenndar barnabækur
Bækur Astridar Lindgren þóttu nokkuð
byltingarkenndar á sínum tíma, ekki síst
vegna þess að hún skrifaði um börn eins
og þau eru í raun en ekki eins og fullorðna
fólkið vildi að þau væru. Höfundarverk
hennar ber auk þess sjaldan á góma án
þess að minnst sé á hvílíkt nýnæmi það hafi
verið að skrifað væri fyrir börn um alvarleg
málefni á borð við dauðann líkt og hún gerði
í Bróðir minn Ljónshjarta. Sögur Astridar
Lindgren eru yfirleitt rfkar af mikilvægum
umfjöllunarefnum og undir yfirborði þeirra
má meðal annars greina vangaveltur um
tungumálið og möguleika þess, umfjöllun
um samfélagið, stéttskiptingu og bilið milli
ríkra og fátækra svo fátt eitt sé nefnt. Og líkt
og algengt er um barnabækur almennt eru
hin eilífu átök milli veraldar hinna fullorðnu
og heims barnanna gjarnan í miðpunkti, líkt
og tvö tannhjól sem grfpa hvort í annað og
knýja frásögnina áfram.
I útópískri barnaveröld
Það sem er kannski athyglisverðast við
Lif og fjör i Ólátagarði er að heim hinna
fullorðnu vantar nánast alveg. Það er eins
og Ólátagarðsbörnin gangi sjálfala, foreldrar
þeirra koma sama og ekkert við sögu og
f allri bókinni gerist það ekki nema þrisvar
sinnum að börnunum séu sett mörk í leikjum
sínum. Hinar líflegu myndir llon Wikland
endurspegla þetta og börnin eru nánast
undantekningalaust sýnd ein í leikjum sínum,