Börn og menning - 01.09.2007, Síða 46

Börn og menning - 01.09.2007, Síða 46
44 Börn og menning sagði fyrst í stuttu máli frá rannsókn sinni á menningarlæsi íslenskra barna þar sem könnuð er þekking leikskólabarna á sígildum barnabókum og öðru barnaefni. Tók hún viðtöl við fimm ára leikskólabörn í fjögurra manna hópum. f viðtölunum kom glöggt í Ijós að bækur eru síst á undanhaldi hjá þessum aldurshópi og að börnin hafa mjög ákveðin smekk á bókum. Þeim líkar vel við bækur sem eru í tísku ef svo mætti segja og einnig þær sem eru á leikhúsfjölunum. Þeim finnst líka mikilvægt að bækur „gefi kitl í magann". Eitt af því sem gefur kitl í magann er efni um börn sem eru alein heima. Frelsið sem í því felst að vera einn heima í bland við óttann við að vera án verndar virðist heilla krakka á þessum aldri. Leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur, sem byggt er á samnefndri bók hennar fjallar einmitt um strák sem er aleinn heima með bangsa á meðan pabbi bregður sér frá að sækja mömmu í vinnuna. Áslaug var gestur á Bókakaffinu ásamt Þórhalli Sigurðssyni leikstjóra og sögðu þau frá tilurð leikverksins og samstarfi þeirra sem unnu að sköpun þess. Áslaug lagði sjálf til handritið, þar með talið texta við fjölmarga söngva sem eru í sýningunni, Helga Arnalds brúðuleikari skapaði fjölmargar brúður og útfærði skuggamyndir sem byggðar eru á teikningum Áslaugar í bókinni. Sigurður Bjóla samdi tónlistina. Þórhallur og Áslaug sögðust ánægð með útkomuna. Sýningin væri mjög vel sótt og virtist hún gefa leikhúsgestum mátulega mikið „kitl í magann" eins og stefnt var að. Þórhallur upplýsti viðstadda um að hann hefði mikinn áhuga á að setja upp fleiri svona litlar sýningar sem bjóða upp á mikla nánd við leikhúsgesti og sagði hann þjóðleikhússtjóra vera á sama máli. Við megum því líklega eiga von á enn fjölskrúðugra barnaleikhúslífi í framtíðinni þótt engin ástæða sé til að kvarta - framboð leikhúsanna um þessar mundir er sannarlega glæsilegt. Guðlaug Richter, formaður IBBY á íslandi

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.