Börn og menning - 2019, Síða 6

Börn og menning - 2019, Síða 6
Börn og menning6 lensku að halda sæmilegri stærð í stað þess að minnka þau niður til jafns við hina smávöxnu dönsku frændur. Jólasveinninn sjálfur, í fullri stærð með alskegg og ístru, barst svo til Danmerkur einhverjum áratugum síðar og þá breyttust nissarnir í aðstoðarmenn hans. Með tímanum varð áherslan í myndgerð nissanna meira og meira á krúttlegheit og fyndni eins og við þekkjum svo mætavel, svo að þeir eru komnir óravegu frá búálfunum sem gátu gert bóndanum ljótan grikk ef þeir fengu ekki grautinn sinn. Jólin koma Myndlýstar bækur voru svo sannarlega ekki á hverju strái á Íslandi á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, sem kom fyrst út 1932, var gripin fegins hendi, lesin sundur og saman og elskuð þá sem síðar, en hún hefur sem betur fer verið endurútgefin ótal sinnum, ein fárra sígildra barnabóka. Sá Íslendingur er varla til sem ekki þekkir þessar vísur og flestir kunna eitthvað af þeim utan að. Með vísun- um um jólasveinana festi Jóhannes í sessi nöfn þeirra og fjölda, en hvort tveggja hafði áður verið mjög breytilegt eins og sjá má á gömlum vísum og þulum. Hann mild- aði líka til muna eðli þeirra og framferði. Þótt vissulega væru þeir ennþá hrekkjóttir voru þeir komnir óravegu frá því illþýði – jafnvel mannætum – sem fólk hafði áður hrætt börnin sín með. Myndirnar gerðu líka svo sannarlega sitt til að gefa þeim nýtt yfirbragð, því þótt þeir séu vissulega dálítið stórskornir og engin glæsi- menni, þá eru þeir alls ekki hræðilegir ásýndum. Þannig tókst þeim Jóhannesi og Tryggva með kveðskap sínum og myndgerð það sem reynt var að gera með Húsagatil- skipun árið 1746: að fá fólk til að hætta að hræða börn sín með jólasveinum! Samruni íslensku jólasveinanna við danska búálfa og loks hinn glaðbeitta Sánkti Kláus er gott dæmi um menningarlega umbreytingu.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.