Börn og menning - 2019, Qupperneq 30

Börn og menning - 2019, Qupperneq 30
Börn og menning30 lítið út nógu að velja þegar tekið er til myndefni í bók um ævi og listir Kjarvals; bæði ljósmyndir og myndir af málverkum skáldsins og ég trúi vart öðru en valkvíði hafi gert vart við sig. Hér hefur hins vegar verið gætt hófs og mjög gott jafnvægi er í hlutfalli ljósmynda af skáldinu og öðru fólki og svo myndum af málverkum. Það er fallegur heildarbragur yfir bókinni. Þetta sjá- um við til að mynda í lita- og leturvali á titli bókarinnar sem endurspeglast svo í efnisyfirlitinu og upphafsstöf- um hvers kafla fyrir sig. Á titilsíðu eru ótal gripir úr eigu Kjarvals sem skjóta svo upp kollinum þegar flett er í gegnum bókina. Þess utan eru líka myndir af leikföng- um fortíðar, prjónastokki, skeljum, peningaseðlum, málningartúpum og fleiru. Bókin er skreytt með ljósmyndum og málverkum auk þess sem má sjá litrík penslaför og málningarslettur sem stundum afmarka myndatexta eða einfaldlega lífga upp á síðurnar. Hver kafli eða opna hefur svo sitt litaþema, ef svo má segja. Þannig er bleikrauður áberandi í opnu kaflans „Leiðir skilja“, bæði í upphafi meginmáls, sem rammi um ljósmynd auk þess sem pensilför í þeim lit skreyta opnuna. Rauður litur einkennir svo „Listfrömuður- inn“, brúnn kaflann „Hlutverk listamannsins“ og svona mætti telja áfram. Einna best hefur þó til tekist á þeim síðum þar sem sjá má stór og mikil málverk Kjarvals en þar er bakgrunnurinn ekki hvítur eða ljós, eins og ef til vill við mætti búast, heldur til að mynda rústrauð- ur, blár og appelsínugulur. Bókin fjallar vissulega um listamann sem fór sínar eigin leiðir en það gera einnig höfundur og hönnuður sjálfrar bókarinnar og útkom- an er glæsileg og ber með sér mikla virðingu fyrir við- fangsefninu. Listamaður þjóðarinnar Jóhannes Kjarval var sannarlega listamaður allrar þjóðarinnar, eins og margsinnis kemur fram í bókinni, og vildi að sem flestir nytu verka hans – og vildi meðal annars þess vegna ekki selja verk sín á of háu verði. Í Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir er, á aðgengi- legan hátt, sögð saga sem ætti að vekja áhuga hvers og eins og stuðlar, ásamt fallegri hönnun Alexöndru Buhl, djarfri litanotkun, áhugaverðum myndskreytingum og vel völdum ljósmyndum, að því að Kjarval haldi áfram að vera listamaður okkar allra. Um leið er nú komin út bók sem er, út af fyrir sig, hið mesta listaverk og án efa er um að ræða verk sem margir munu lesa og njóta. Leikföng fortíðar. Höfundur er íslenskufræðingur

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.