Börn og menning - 2019, Qupperneq 32

Börn og menning - 2019, Qupperneq 32
Börn og menning32 á einhvern hátt. Það þarf ekki að vera stórvægilegt, til dæmis má nefna bækurnar um foreldra barns sem heit- ir Tessla, sem haga sér eins og sannkallaðir óþekktar- ormar. Normið sem brotið er í þessum bókum er hvíta normið – myndirnar sýna fjölskyldu sem er líkast til af suður-amerískum uppruna og svo er aldrei tekið fram hvort Tessla sé strákur eða stelpa. Þetta er gert í mörgum bókanna sem forlagið gefur út, kyni persónanna er einfaldlega sleppt. Þannig getur lesandinn ákveðið sjálfur hvort sagan fjallar um strák, stelpu eða kynsegin einstakling. Aftur á móti er jafnmikilvægt að hinseginflóran sé sýnileg og forlagið gefur líka út bækur sem sinna því hlutverki. Þar má nefna sem dæmi bækurnar um Kivi, barn sem er kynsegin. Hán á stórskemmtilega fjölskyldu sem raunar er öll kynsegin og höfundurinn leikur sér með fjölskylduorðin, „möðursóðir“ og „fóðurbrystir“, í stað föðurbróður og móðursystur, eru dæmi um lélegar þýðingar mínar á annars góðum orðaleikjum höfundar- ins. Þannig eignast maður barn Nýjasta bókin sem ég keypti frá Olika fjallar um efni sem kemur okkur öllum við, nokkuð sem flest börn velta fyrir sér á einhverjum tímapunkti: Hvernig er barn búið til? Foreldrar útskýra þetta fyrir börnum sínum á ólík- an máta. Sumir eiga ekki í neinum erfiðleikum með að segja nákvæmlega frá ferlinu. Öðrum vefst tunga um tönn og ástæðurnar geta verið misjafnar. Þá getur verið gott að grípa í góða bók sem leiðir umræðuna, enda hafa ótal bækur verið gefnar út í gegnum tíðina með einmitt þetta samtal í huga. Til dæmis má nefna bókina Sådan får man et barn eftir danska rithöfundinn Per Holm Knudsen, sem kom út árið 1971 og skömmu síðar í íslenskri þýðingu Örnólfs Thorlacius (Hvernig verða börnin til, 1974). Þar er ekki skafið utan af neinu, börnin fá nákvæmar upplýsingar um kynlíf gagnkynhneigðra; kona og karl afklæðast, karlmaðurinn fær standpínu og þau hafa mök. Í fjörutíu vikur standa þau svo nakin hlið við hlið þar til konan tilkynnir karlinum að nú sé barnið vænt- anlegt. Á spítalanum leggst hún á bekk og lesandinn sér svo brosandi hvítvoðung stinga sér út úr leggöngum konunnar, sem liggur uppi á borði, á meðan karlinn Þannig getur lesandinn ákveðið sjálfur hvort sagan fjallar um strák, stelpu eða kynsegin einstakling.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.