Börn og menning - 2019, Page 38

Börn og menning - 2019, Page 38
Börn og menning38 fullri virðingu gagnvart þeim og frá sínu persónulega sjónarhorni. Elfa Lilja Gísladóttir hlaut Vorvinda fyrir verkefnið List fyrir alla. Þetta metnaðarfulla verkefni jafnar að- gengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönd- uðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Verkefn- inu er ætlað að veita börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista og kynna fyrir þeim fjölbreytileika listanna, íslensk- an menningararf og list frá ólíkum menningarheimum. Þá var sérstök ánægja að veita nemendum og kennur- um í 4. HA, 4. LBG og 4. HH í Hlíðaskóla Vorvinda fyrir verkefnið „Þín eigin skólasaga“. Nemendur skrif- uðu þrjár bækur í kjölfar heimsóknar í Norræna húsið á sýninguna Barnabókaflóðið og undir áhrifum bóka Æv- ars Þórs Benediktssonar. Þeir héldu jafnframt útgáfu- boð þar sem lesið var upp úr bókunum um þær leiðir sem boðsgestir völdu. Verkefnið einkennist af alúð, krafti og metnaði þar sem kennarar komu sögugerð nemenda sinna í ævintýralegan farveg. Þeir virkjuðu hugmyndaauðgi og sköpunarkraft þeirra og fóru með verkefnið langt út fyrir hefðbundinn kennsluramma fjögurra veggja skólastofunnar. Íslandsdeild IBBY óskar handhöfum viðurkenning- anna til hamingju og hvetur þá alla til frekari dáða. Tilnefningar á heiðurslista IBBY Árlega gefst landsdeildum IBBY um allan heim tækifæri til að tilnefna þrjár bækur á heiðurslista IBBY-samtak- anna, í tengslum við heimsþing alþjóðasamtakanna. Á hverju ári er því rithöfundi, myndlistarmanni og þýð- anda veittur þessi heiður og fara bækur þeirra á bóka- sýningu sem ferðast um heiminn í eitt ár. Á heiðurslista Íslandsdeildar IBBY fyrir árið 2020 eru bækurnar Vertu ósýnilegur eftir Kristínu Helgu Gunnars- dóttur, Fuglar, myndhöfundur er Rán Flygenring og bókin Inga einhyrningur í þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar. IBBY óskar þessum frábæru höfundum til hamingju og óskar þess að tilnefningarnar blási þeim byr í brjóst. Hugleiðing að lokum Að lokum langar mig að deila með lesendum nokkru sem hefur dvalið í huga mínum um nokkurt sinn. Ný- lega varð ég nefnilega þess heiðurs aðnjótandi að sitja fyrirlestur hjá Andra Snæ Magnasyni sem hefur um langt skeið ritað og rætt um tímana sem við lifum og þau gríðarstóru verkefni sem bíða komandi kynslóða. Barnanna okkar. Var það töluverður innblástur og það sem mig langar að segja í framhaldinu er þetta: Handhafar Vorvindaviðurkenningar IBBY 2019.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.