Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 13
11
Loftslagsbreytingar á norðurslóðum og afleiðingar þeirra fyrir
lífríkið
Snorri Baldursson
Náttúrufrœðistofnun Islands
Útdráttur
Á næstunni kemur út viðamikil vísindaskýrsla um loftslagsbreytingar á
norðurskautssvæðinu eða norðurslóðum og afleiðingar þeirra fyrir vistkerfi og mannlíf
svæðisins. Skýrslan, sem verið hefur fjögur ár í smíðum, er unnin á vegum
Norðurskautsráðsins og er afrakstur vinnu um 300 sérfræðinga. í erindinu verður
stiklað á stóru um meginniðurstöður skýrslunnar sem staðfestir niðurstöður
milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um það að loftslagsbreytingar á norðurslóðum
verða meiri og hraðari en víðast hvar annars staðar í heiminum.
Inngangur
Loftslag jarðar breytist ört um þessar mundir. Umhleypingar og breytileiki er
eðlilegur þáttur loftslags, en hraði og eðli breytinganna síðustu áratugi er þess eðlis að
helstu loftlagssérfræðingum ber saman um að orsakimar megi að stómm hluta rekja til
umsvifa manna, einkum útblásturs koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsbreytinga hefur mest orðið vart á norðurslóðum (norðan 60°N). Meðalárshiti
norðurslóða hefur hækkað helmingi meira en meðalhiti flestra annarra heimshluta og
hlýnun á einstökum svæðum, svo sem Alaska og miðhluta Síberíu, hefur verið
margföld á við jarðarmeðaltalið. Því er spáð að þetta sé aðeins byrjunin á miklu
hlýskeiði sem vara mun a.m.k út þessa öld og slá öllu við sem þekkt er frá lokum
síðustu ísaldar.
Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að því á vegum Norðurskautsráðsins1 að meta
afleiðingar þessara loftslagsbreytinga fyrir vistkerfi og mannlíf norðurslóða. Stefnt er
að því að birta viðamikla vísindaskýrslu (um 1500 bls) og almenna samantekt (um
150 bls) um þetta verkefni á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins á íslandi haustið
2004, en Island fer nú með formennsku í ráðinu. Verkefnið nefnist Arctic Climate
Impact Asessment, skammstafað ACIA. Höfundur þessa erindis hefur setið í
stýrinefnd ACIA frá upphafi: fyrst sem ritari starfshóps Norðurskautsráðsins um
vemd lífríkis á norðurslóðum (Conservation of Arctic Flora and Fauna - CAFF), en
síðastliðið ár sem fulltrúi íslensku formennskunnar í Norðurskautsráðinu.
Ekki er hægt að gera svo viðamiklu verki tæmandi skil í stuttu erindi enda rétt að bíða
útgáfu vísindaskýrslunnar. Hér verður aðeins tæpt á nokkmm hlutum með áherslu á
þær almennu afleiðingar sem hlýnun munu hafa fyrir vistkerfi og lífríki norðurslóða.
Norðurskautsráðið (Arctic Council) er samráðsvettvangur þeirra átta þjóða sem eiga land að
norðurskautssvæðinu, þ.e. Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur (ásamt Grænlandi og Færeyjum), Islands, Noregs,
Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands.