Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 14
12
Efni og aðferðir
Vísindaskýrsla ACIA skiptist í fjóra hluta og samtals sautján kafla. í fyrsta hluta er
fjallað um loftslag norðurslóða fyrr og nú, breytingar á ósónlaginu og styrk
útfjólublárrar geislunar og skýrt frá loftslagslíkönum og sviðsmyndum sem notaðar
eru við matið. í öðrum hluta er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á helstu vistkerfi,
þ.e. jöklahvelið (cryosphere) sjó, þurrlendi og ferskvatn. í þriðja hluta er fjallað um
afleiðingar fyrir mannlíf, samfélög og atvinnuvegi norðurslóða - m.a. fiskveiðar,
skógrækt og landbúnað, sjálfsþurftarbúskap frumbyggja, heilsufar manna og
mannvirki. Þegar allt er talið hafa um 300 vísindamenn frá aðildarríkjum
Norðurskautsráðsins, þar á meðal tíu íslenskir vísindamenn, tekið þátt í ritun
skýrslunnar. Allir kaflar skýrslunnar hafa verið ritrýndir og sendir út til
aðildarlandanna til yfirlestrar.
Að mati vísindamanna milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar
(Intergovemmental Panel of Climate Change - IPPC) er enginn vafi á því að stór hluti
þeirra breytinga sem heimurinn verður nú vitni að stafar af vaxandi útblæstri
koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda svo sem metans frá iðnaði og
samgöngutækjum. í framtíðarspám þurfa vísindamenn að glíma við tvær
meginspumingar:
• Hvemig þróast útblástur og styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu?
• Hvemig bregðast loftslagskerfi jarðar við?
Til að spá fyrir um þróun útblásturs - gera svokallaðar útblásturssviðsmyndir - þurfa
reiknimeistaramir að gefa sér margvíslegar forsendur um mannfjölda-, efnahags- og
tækniþróun og pólitíska ákvarðanatöku. Framtíðarspár ACIA skýrslunnar era byggðar
á tveimur tiltölulega hógværam útblásturssviðsmyndum milliríkjanefndar Sameinuðu
þjóðanna, B2 og A2. Fyrmefnda sviðsmyndin gerir ráð fyrir tiltölulega „skynsömum“
heimi þar sem tækniþróun og alþjóðastjómmál hjálpast að við að draga úr
fólksfjölgun og útblæstri. Síðamefnda sviðsmyndin gerir hinsvegar ráð fyrir
tiltölulega „eigingjörnum" heimi þar sem ekki nást tök á fólksfjölgun og
skammtímalausnir verða ofan á. Meðaltal fjögurra viðurkenndra loftslagslíkana var
notað til að spá fyrir um þróun loftslags miðað við þessar tvær sviðsmyndir.
Norðurslóðir samkvæmt skilningi Norðurskautsráðsins spanna um 33 millj. km2, þar
af um 15 millj. km2 þurrlendis. ísland, Grænland og Færeyjar liggja í heild sinni innan
svæðisins auk stórs hluta Alaska, nyrstu hluta Kanada, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands
og Rússlands (ásamt Síberíu). I Noregi og Finnlandi er miðað við heimskautsbaug, en
í Rússlandi og N-Ameríku við nyrðri mörk hins samfellda barrskógabeltis.
Niðurstöður
„Norðurskautssvæðið er sérlega viðkvæmt fyrir væntanlegum loftslagsbreytingum;
áhrif breytinganna koma þar fyrr í ljós og verða líklega meiri en í nokkrum öðrum
heimshluta. A næstu 100 árum er þess að vænta að loftslagsbreytingar valdi meiriháttar
vistfræðilegum, félagslegum og efnahagslegum breytingum á svæðinu og eru sumar
þeirra þegar hafnar. Breytingar á loftslagi norðurheimskautssvæðisins munu að öllum
líkindum hafa áhrif um allan heim; m.a. vegna hækkandi sjávarstöðu, hlýnunar neðri
laga lofthjúpsins og aukins útstreymis gróðurhúsalofttegunda.”
Einhvemvegin svona verður samandregin niðurstaða ACIA skýrslunnar. Hún kemur
ekki á óvart þar sem hún er samhljóma niðurstöðum milliríkjanefndar Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC 2001).