Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 16
14
Með hlýnandi loftslagi og aukinni úrkomu má gera ráð fyrir því að gróðurbelti
norðurhjara hnikist öll til norðurs - sums staðar um nokkur hundruð kílómetra. Gert er
ráð fyrir að nyrðri mörk skóga færist inn á túndruna og upp eftir fjallshlíðum og
jafnframt að samfelldur gróður sæki inn á heimskautaeyðimerkursvæði sem þar eru
fyrir. Á sama tíma gengur sjór inn á láglendissvæði í norðri vegna hækkandi
sjávarborðs. Sviðsmyndir ACIA gera ráð fyrir því að túndrusvæði norðurslóða dragist
saman um allt að 50% á þessari öld og að í aldarlok verði umfang túndrunnar svipað
eða minna en það var á hlýviðrisskeiðinu fyrir 8000-10.000 árum, skömmu eftir lok
síðasta kuldaskeiðs ísaldar.
Útbreiðsla barrskógabeltisins til norðurs og tilsvarandi samdráttur túndmnnar er talinn
leiða til afturvirkrar hlýnunar andrúmsloftsins vegna breytinga á endurkasti sólarljóss.
Túndran, sem að sumri til er ljósgræn með víðáttumiklum votlendissvæðum en
snæviþakin á vetmm, endurkastar mun meira sólarljósi árið um kring en dökkgrænn
barrskógurinn. Aukin frjósemi og útbreiðsla barrskógarins með tilsvarandi aukningu í
kolefnisbindingu mun ekki, að mati vísindamanna ACIA, ná að vega upp til fulls þessi
áhrif til hlýnunar.
Ovissuþættir
Þótt spáð sé heildartilflutningi gróðurbelta til norðurs - einkum flutningi barrskóga-
beltisins inn á túndmna - em margir óvissuþættir sem geta unnið gegn þessari
almennu tilhneigingu.
Meðal óvissuþátta er spumingin um það hvort úrkomuaukning nái alls staðar að halda
í við aukinn lofthita; þar sem svo verður ekki, getur aukin útgufun vegna mikils
lofthita valdið ofþornun gróðurs og staðbundinni eyðimerkurmyndun eða ýtt undir
gresju- og steppugróður. Svipað getur orðið uppi á teningnum þar sem lofthiti eykst
hratt að vori og ljóstillífun hefst áður en jörð nær að þiðna nægilega mikið til þess að
tré nái að draga vatn úr jarðveginum (sjá síðar). Á flatlendum freðmýrasvæðum má
búast við að jörð blotni í fyrstu meðan efsta sífreralagið þiðnar. Þar sem landi hallar
og laus áfoksjarðvegur er ríkjandi - eins og víða er á svæðum sem vom íslaus á
síðasts kuldaskeiði ísaldar - má á hinn bóginn búast við að þurrkur verði vandamál
þegar dýpkar á sífreranum og jarðvegsrakinn rennur greiðlega í burtu.
Landnýting getur líka haft mikil áhrif á tilfærslu skóganna. Sums staðar í
norðurhémðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands hafa skógarmörk hopað til
suðurs undanfama áratugi vegna hreindýrabeitar eða vegna þess að hreindýrabændur
hafa mtt skóg til eldiviðar. Víða í norðurhémðum Rússlands bætist við staðbundið
rask, jarðvegseyðing og mengun vegna olíuvinnslu, sem hefur valdið því að
skógarmörk hopa til suðurs frekar en að fylgja loftslagsbreytingunum norður á
bóginn.
Plágur
Vaxandi tíðni og eyðingarmáttur skordýraplágna og sjúkdóma geta dregið úr uppskeru
og framrás skóglendis og annars gróðurs inn á norðurhjara. Bæði er búist við að nýjar
skordýrategundir og sjúkdómsvaldar flytjist inn á svæðið og að sumum þeim plágum
sem fyrir em vaxi fiskur um hrygg. Sem dæmi um hið síðamefnda má taka
grenibarkarbjölluna Ips typographus sem hefur valdið miklum usla í Alaska á síðustu
ámm. Sama dæmi sýnir líka að venjulega er það samspil nokkurra umhverfis- og
líffræðilegra þátta ræður úrslitum um faraldur. Lífsferill bjöllunnar er háður hitastigi á
a.m.k. tvennan hátt: Tvo kalda vetur í röð þarf til að drepa stofninn niður og í heitum
summm getur bjallan lokið lífsferli sínum, sem venjulega tekur tvö ár, á aðeins einu