Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 17
15
ári. Heilbrigð tré með eðlilegt vökvajafnvægi og -þrýsting standast árásir bjöllunnar
og drepa hana með tijákvoðuflæði. í heitum, þurrum sumrum eru trén gjaman undir
þurrkálagi auk þess sem að árásir í barkbjöllufaröldrum verða tíðari en svo að jafnvel
heilbrigð tré nái að framleiða nægilegt magn af tijákvoðu. Allir þessir þættir hafa
verið hagstæðir grenibarkarbjöllunni í Alaska undanfarin ár.
Skógareldar
Vaxandi tíðni og umfang skógarelda í barrskógabeltinu veldur áhyggjum. í N-
Ameríku hefur flatarmál bmnnins skóglendis tvöfaldast á undanfömum 30 ámm og
líkön spá 80% aukningu á næstu 100 ámm. Svipuð tilhneiging er sýnileg í Síberíu þar
sem líkön spá um 150% aukningu skógarelda á þessari öld. í Evrópuhluta Rússlands
hefur umfang skógarelda einnig farið vaxandi og þar er spáð þreföldun á þessari öld
og að um næstu aldamót brenni að jafnaði um 30 milljónir hektara skóglendis árlega.
Tegundir
Almennt má segja að viðbrögð lífverutegunda við umhverfisbreytingum sem yfirstíga
kjörsvið eða þolmörk þeirra geti verið með þrennum hætti, þ.e. að þær aðlagist nýjum
aðstæðum, flytji sig um set eða farist. Skammlífar tegundir með hraða viðkomu, svo
sem örvemr og smádýr ýmiskonar, geta hugsanlega náð að aðlagast hröðum
umhverfisbreytingum eins og þeim sem spáð er á norðurslóðum. Þessi valkostur er
hinsvegar vart fyrir hendi hjá þorra plantna og hryggdýra. Þess vegna gera
vísindamenn ráð fyrir að megin viðbrögð lífverutegunda verði tilflutningur til norðurs
í samræmi við hnikun gróðurbelta. Almennt er talið að tegundum norðurhjara fjölgi
þegar hlýnar og suðrænar tegundir sækja inn á svæðið í vaxandi mæli. Hinsvegar hafa
menn áhyggjur af sérhæfðum háarktískum tegundum sem ekki hafa í neitt hús að
venda. Þar á meðal em ýmsir mosar og fléttur, háarktísk landdýr, farfuglar sem nýta
túndrana til viðkomu á sumrin og tegundir háðar hafís.
Viðbrögð ráðast af líffrœði tegundanna
Hvítgreni, útbreiddasta trjátegund í norðurhluta N-Ameríku, bregst á mismunandi hátt
við hlýnun eftir vaxtarstöðum. Úti við ströndina og nálægt skógarmörkum hefur
vöxtur hvítgrenis aukist með vaxandi lofthita undanfama áratugi, en á þurrari svæðum
inn til landsins hafa viðbrögð tegundarinnar við hækkuninni verið neikvæð. Þetta er
skýrt með því lofthiti inn til landsins sé orðinn hærri en kjörhiti tegundarinnar (Glenn
Juday o.fl. 2004). Önnur útbreidd norðlæg trjátegund í N-Ameríku, svartgrenið, sem
vex inn til landsins á sífrerasvæðum, á erfitt uppdráttar vegna ofþornunar á vorin
þegar ljóstillífun fer á stað áður en jörð nær að þiðna og vegna þess að undirlagið
fellur saman þegar sífrerinn bráðnar.
Hvaða plöntuhópar eru ímestri hættu?
Um 40% þekktra blómplantna á norðurhjara era á norðurmörkum útbreiðslusvæða
sinna. Þessar tegundir munu væntanlega breiðast hratt út ef loftslag hlýnar eins og
spár gera ráð fyrir. Mosar og fléttur eru hlutfallslega mun algengari á norðurslóðum
en víðast hvar annars staðar. Þetta á bæði við um hlutfallslega tegundafjölbreytni og
þekju. Um 4% af þekktum mosategundum í heiminum finnast á norðurskautssvæðinu,
11% af þekktum fléttutegundum, en aðeins 0,7% þekktra tegunda blómplantna
(Matveyeva og Chemov 2000). Norðurslóðir hafa að þessu leyti hnattræna þýðingu
fyrir ýmsar lágplöntur. Hátt hlutfall þeirra skýrist m.a. af því að þær dreifast
auðveldlega yfir stór svæði með loftbomum gróum, af því að þær hafa mikla
aðlögunarhæfni að kulda og þurrki og af því að á norðurslóðum er minni samkeppni