Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 18
16
frá hávaxnari gróðri. Gera má ráð fyrir að hlutfall mosa og fléttna í flóru norðurslóða
minnki eftir því sem frjósemi eykst og hávaxnari tegundir frá tempruðum svæðum
verða algengari.
Hvaða dýrategundir og hópar eru ímestri hœttu?
Nokkrar dýrategundir eru að mestu bundnar túndrunni eða heimskautaeyðimörkinni
árið um kring. Meðal þeirra eru sauðnaut, sumar undirtegundir hreindýra,
heimskautarefurinn, læmingja- og stúfmúsategundir, snæugla, ískjói o.fl. Um 280
tegundir farfugla og a.m.k. 100 milljónir fugla hafa sumardvöl á norðurslóðum, en
dreifast yfir veturinn á nánast öll búsvæði jarðarinnar. Þessir farfuglar eru því
mikilvægur tengiliður milli norðurslóða og annarra svæða jarðarinnar. Ef fer sem
horfir og túndrusvæði jarðarinnar minnka um helming á þessari öld er augljóst að
búsvæði þessara tegunda rýma að sama skapi og að margar þeirra geta orðið
útrýmingu að bráð.
Ef spár ganga eftir og hafís á norðurhöfum dregst saman um 50% á þessari öld (sum
loftslagslíkön spá því að sumarís verði horfinn af norðurhöfum í lok aldarinnar) er
einsýnt að ýmsar dýrategundir, sem nýta hafísinn og ísjaðarinn sem búsvæði, geta
orðið illa úti. Þar á meðal eru hvftabjöm, rostungur, hringanóri, kampselur, haftyrðill
og ísmáfur. Þekkt er að viðkoma hringanóra í St. Lawrensflóa hefur verið lítil sem
engin í íslausum ámm (1996, 1981, 2000-2002). Fæða hvítabjama er að stærstum
hluta hringanóri, auk þess sem vetrammhleypingar geta valdið skemmdum á híðum
þeirra. Meiriháttar tilfærslur á útbreiðslusvæðum átu uppsjávarfiska vegna
hitabreytinga í sjó geta einnig haft afgerandi áhrif á viðkomu bjargfugla. Dæmi um
slík áhrif er hmn í svartfuglastofnum við Barentshaf þegar loðnan brást seint á 9.
áratug síðustu aldar.
Heimildir
Erindið byggir að mestu á yfirlitsskýrslu og vísindaskýrslu ACIA (Arctic Climate Impact Asessment)
sem birtar verða haustið 2004, einkum köflum Terry Callaghan o.fl. (Arctic Tundra and Polar Desert
Ecosystems), Glenn Patrick Juday o.fl. (Forest, Land Management and Agriculture) og Harald Loeng
o.fl. (Marine Systems).
IPCC. 2001. Climate Change: The Scientific Basis. R. Watson, J. Haughton og D. Yihuin (ritstj.). IPPC
UNEP (http://www. grida.no/climate/ipcc tar/).
Matveyeva, N. og Y. Chemov. Biodiversity of Terrestrial Ecosystems. í: M. Nuttall og T. V. Callaghan
(ritstj.). The Arctic Environment, Pople, Policy, bls. 233-274. Harwood Academic Publishers.
Amsterdam.