Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 19
17
Áhrif væntanlegra loftslagsbreytinga á landbúnað á íslandi
Bjami E. Guðleifsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum
Yfirlit
Væntanlegar loftslagsbreytingar leiða til eflingar landbúnaðar á norðurslóðum en
samdráttar í hitabeltinu. Ekki verður séð að samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar
versni vegna hnattrænna breytinga á landbúnaði í kjölfar loftslagsbreytinganna.
Samkvæmt nýjustu spám mun árið 2050 sumarhiti hafa hækkað um 1,5°C og
vetrarhiti um 3,0°C og úrkoma mun aukast um 7,5% að sumri og 15% að vetri. Þetta,
ásamt hækkun á CO2 -styrk andrúmsloftsins, leiðir til uppskemauka á fóður- og
matjurtum. Nýting jurta sem nú era á mörkum ræktunarsvæðisins, svo sem belgjurta,
vetrarýgresis og fóðumæpna, mun verða öraggari. Nýjar fóðuijurtir svo sem hafrar,
hveiti og vetrarkom munu eiga möguleika og nýjar matjurtir, svo sem ýmsar
káltegundir, grasker og asíur gætu einnig orðið auðræktaðar. Búfjárræktin ætti að
hagnast á betra fóðri og styttri gjafatíma. Skógrækt nýtur góðs í auknum viðarvexti og
bindingu kolefnis, en þar eins og í hefðbundnum landbúnaði era helstu ógnanir
fólgnar í skaðvöldum, hugsanlegum vetrarskemmdum, aukinni illviðratíðni og
hækkun á sjávarstöðu. Fyrir landbúnaðinn fela breytingamar í sér jákvæð tækifæri,
nokkrar ógnanir en ekki síst mikla áskoran. Lögð er áhersla á að hefja strax
undirbúning aðlögunar að breyttum aðstæðum, og bent er á mikilvægi fræðslu um
framtíðarsýnina.
Inngangur
Loftslagsbreytingar á heimsvísu era staðreynd og menn telja sig sjá að þær muni
aukast mikið á næstu áratugum. Breytingamar era bæði af náttúralegum upprana og af
mannavöldum. Breytingar á loftslagi munu leiða til breytinga á jarðvegi, vötnum og
sjó, smádýram, illgresi, sjúkdómum og lífi búpenings og manna. Augljóst er að þær
hafa geysileg áhrif á lífheim jarðar og þar af leiðandi á mannlíf og atvinnuvegi.
Einkum munu áhrifin verða afdrifarík á atvinnuvegi sem byggja á lífveram, fyrst og
fremst megin matvælaframleiðslugreinarnar, sjávarútveg og landbúnað. Áhrifin munu
verða sneggri og meiri á landbúnaðinn en sjávarútveginn vegna þess að varmarýmd
sjávarins deyfir breytingamar. Breytingamar í sjónum verða einkum hækkun hitastigs
og sjávarstöðu, aukinn koltvísýringur, lækkun seltu og breytingar á hafstraumum.
Breytingamar í lofti verða einkum hækkun á koltvísýringsmagni og öðram
gróðurhúsalofttegundum, hækkun hitastigs, aukin úrkoma, aukin illviðratíðni og
þynning ósonlagsins, sem leiðir til aukinnar útfjólublárrar geislunar.
Afleiðingar loftslagsbreytinganna geta að einhverju leyti og á einhveijum svæðum
verið jákvæðar fyrir mannlíf en annars staðar neikvæðar. Jarðlífið er aðlagað þeim
aðstæðum sem ríkt hafa undanfarið, og breytingar á þeim aðstæðum geta verið
afdrifaríkar. Framtíðarsýn okkar er háð spádómum um það hve miklar og hverjar
breytingamar verða, hverjar verða afleiðingamar og hvort menn geta dregið úr þeim
þætti breytinganna sem era undir þeirra stjóm. Sviðsmyndir (“scenarios”) sem spá
fyrir um hlýnun á þessari öld reikna með að á norðurhjara muni ársmeðalhiti hafa
hækkað um 2,5°C árið 2050 og úrkoma aukist um 8%, en á norðurhjara era
breytingamar meiri en annars staðar í heiminum. Enda þótt úrkoma muni í heild
aukast, þá mun víða í heiminum verða uppskeratjón og vandi í búfjárrækt vegna