Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 20
18
þurrka sem fylgja hækkandi hitastigi. Áhrif þessara breytinga á mannlíf munu verða
margvísleg á þessari öld, og breytingar á einum stað munu hafa árhrif á mannlíf
annars staðar í heiminum.
Tengsl landbúnaðar við loftslagsbreytingar eru tvíþættar: framleiðslan verður fyrir
miklum áhrifum af loftslagsbreytingum og um leið hefur framleiðslan mikil áhrif á
loftslagsbreytingamar, til dæmis er talið að 20% af losun gróðurhúsalofttegunda í
heiminum komi frá landbúnaði (Olesen & Bindi 2002). Hér verður athugað (1) hveijar
verða afleiðingar væntanlegra loftslagsbreytinga á landbúnað á heimsvísu og hvaða
áhrif þær hafa á íslenskan landbúnað og síðan (2) hver em bein áhrif
loftslagsbreytinganna á ýmsar greinar landbúnaðar á íslandi og loks (3) hvaða
viðbrögð og aðgerðir em mögulegar á heimsvísu og hér á landi. Flestar sviðsmyndir
vegna loftslagsbreytinga ná til ársins 2100, en hér verður látið nægja að skoða áhrif
þeirra á landbúnað fram til ársins 2050.
Hnattræn áhrif Ioftslagsbreytinga á landbúnað
Áhrif loftslagsbreytinga á landbúnað em mest og beinust á plönturæktun, en einnig
hafa þær áhrif á búfé, jarðveg, vatnakerfi og auðvitað menn. Framtíðarsýnin er háð
því hvaða sviðsmynd er notuð fyrir væntanlegar loftslagsbreytingar og síðan þeim
líkönum (“models”) sem er beitt til að reikna út áhrifin á einstakar plöntutegundir og
þá á héraða-, lands eða heimsvísu. Líkönin þurfa meðal annars að bera í sér
upplýsingar um viðbrögð plantnanna við ýmsum breytingum, en margt er óömggt í
þessum útreikningum (Reilly 2003). Á heimsvísu er auðvitað erfitt að reikna þetta út,
því ein tegund nytjajurtar er ræktuð við afar mismunandi aðstæður og því verða bæði
loftslagsbreytingar og viðbrögð plantnanna mismunandi (Kane o.fl. 1992). Fyrstu spár
um áhrifin á landbúnað vom að mikill samdráttur og tap væri fyrirséð víða um heim.
Seinni spár hafa sýnt minni áhrif, einkum vegna þess að (a) loftslagsbreytingamar
virðast verða minni en menn töldu fyrir tveimur áratugum, (b) landbúnaðurinn hefur
aðlögunarmöguleika og hitakærar plöntur geta komið í stað þeirra sem ekki henta
lengur og (d) hækkun koltvísýrings í andrúmsloftinu eykur uppskem plantna (Helms
o.fl. 1996).
Áhrifin em afar mismunandi eftir því hvar er í heiminum. Svæði sem liggja lágt gætu
orðið illa úti vegna hækkaðrar sjávarstöðu, en hins vegar gætu nýjar siglingaleiðir á
norðurhjara leyst einangmn fmmbyggjasvæða, sem gætu þá bæði selt og keypt
landbúnaðarvömr. Neikvæðu áhrifin á landbúnað em helst á svæðum þar sem
landbúnaður er illa rekinn og lítt undir það búinn að takast á við breytingamar, svo
sem í sunnan- og austanverðri Evrópu og í hitabeltinu (Fuhrer 2003). Þar munu
þurrkar, illviðratíðni og uppskemsveiflur aukast og samdráttur verða í framleiðslu.
Þetta leiðir til þess að samkeppnishæfni þróunarlanda hitabeltisins gagnvart
norðlægari löndum verður enn minni (Mendelsohn 2000). í þróunarlöndunum munu
áhrifin bæði verða uppskerurýmun og verðlækkun á framleiðsluvörum.
Uppskemrýmun verður á nær öllum plöntutegundum nema soyabaunum og kakói, og
nemur hún í heild um 20-25% en verðrýmun gæti orðið allt að 5% (Winters o.fl.
1999). Áhrifin verða hins vegar fyrst um sinn jákvæð á landbúnað á norðlægum
slóðum, svo sem í Norður-Evrópu en þar munu ræktunarsvæðin stækka, uppskera
aukast og nýjar nytjajurtir verða teknar í notkun. Neikvæðu áhrifin á norðurslóðum
verða aftur á móti aukinn plöntusjúkdómavandi, hætta á útskolun næringarefna og
aukið niðurbrot lífrænna efna (Muriel o.fl. 2000, Olesen & Bindi 2002). Rannsóknir á
áhrifum loftslagsbreytinga á fjölærar fóðurjurtir í Austur-Kanada sýna að vegna lakari
J