Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 21
19
hörðnunar að hausti og minni snjóhulu að vetri aukist hættan verulega á frost-, klaka-
og svellkali (Bélager o.fl. 2002).
Gerðar hafa verið athuganir á áhrifum loftslagsbreytinga á uppskeru í Bandaríkjunum
(Reilly o.fl. 2003, Izauralde o.fl. 2003) og í Evrópu (Olesen & Bindi 2002). í
Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að í heild muni maísuppskera minnka en
hveitiuppskera vaxa og í Evrópu er reiknað með að hveitiuppskera hafi árið 2050
aukist þrisvar sinnum meira vegna tækniframfara heldur en loftslagsbreytinga, en
þetta er mismunandi eftir svæðum (Olesen & Bindi 2002). Sama má segja um
rótarávexti svo sem kartöflur, en þar mun uppskera verða sveiflukenndari vegna
mikillar vatnsþarfar. í heild er til dæmis búist við að kartöfluuppskera í Evrópu muni
aukast um 2-4 t/ha fram til 2050, aðallega vegna hækkunar á C02 í andrúmslofti
(Wolf & van Oijen 2003). Uppskera garðávaxta mun yfirleitt aukast (svo sem gulróta
og salats) og ræktunin færast norður á bóginn, en uppskera gróðurs með ákveðinn
vaxtartíma (svo sem koms og lauks) kann að minnka við hækkun hitastigs á
suðurslóðum. Uppskera fóðuijurta, grænfóðurs og grass mun aukast í Evrópu.
Uppskeruaukning mun verða bæði á þaulræktuðum túnum og þeim sem era í minni
rækt, en vatnsþörfinni verður að fullnægja. Megináhrifin í Bandaríkjunum era talin
verða jákvæð fyrir neytendur en neikvæð fyrir framleiðendur vegna verlækkana á
afurðum (Reilly o.fl. 2003). Vegna neikvæðra og jákvæðra áhrifa er erfitt að meta
heildaráhrif loftslagsbreytinga á hefðbundinn landbúnað á heimsvísu, en augljóslega
mun verða tilfærsla til norðurs á plöntuframleiðslu.
Búfé getur bragðist við tímabundnu álagi (hita, fóðurskorti) með því að leita á
hentugri stað. Loftslagsbreytingar leiða til breytinga á uppskera, tilfærslu á
uppskeratímum, notkun nýrra fóðurjurta, breytinga á innistöðutíma gripa og þar af
leiðandi breyttra stærða haughúsa og jafnvel til breytinga á framleiðslukerfum
(Holden & Brereton 2002). Áhrifín á búfé era mismunandi eftir svæðum og á
suðlægum slóðum getur framleiðslan skerst af völdum sumarhita og þurrka, en hlýnun
norðar dregur úr fóðurkostnaði og orkukostnaði og hugsanlega líka
byggingarkostnaði, en getur haft neikvæð áhrif á útbreiðslu sjúkdóma og líka geymslu
næringarefna í búfjáráburði. Háþróaður (“intensiv”) búskapur og búfjárrækt era betur
í stakk búin til að mæta hlýnun en vanþróaður (“extensiv”) landbúnaður, til dæmis
með vatnskælingu, loftræstingu og breytingum á byggingum. Einnig kann lækkað
próteininnihald í fóðri vegna aukins koltvísýrings að koma fremur niður á vanþróaðri
búfjárrækt en þeirri sem er lengra á veg komin.
Skógar era mikilvægur hluti af vistkerfi jarðar og skógrækt er landbúnaður.
Trjáplöntur era fjölærar og líftími þeirra langur, alla vega nokkrir áratugir. Þess vegna
er skógræktin ekki eins sveigjanleg og á erfiðara um vik að bregðast við breyttum
aðstæðum en hefðbundinn landbúnaður, þar sem sumum plönmm er ætlað að lifa
aðeins eitt eða nokkur ár. Skógarmörk munu færast norðar og ofar og framleiðni vaxa,
einnig vegna hækkunar í C02 -styrk andrúmsloftsins. Heilsa lélegra skóga á
skógarmörkum gæti skánað, en hætta á skógareldum, sjúkdómaplágum,
vindskemmdum og mengunarskemmdum vex. Líffræðilegur fjölbreytileiki skóga
kann að minnka og jarðvegsrof að aukast. Bent hefur verið á að framrás skóga til
norðurs gæti snúist í hopun, vegna þess að aukin hafræna samfara aukinni úrkomu,
þiðnun sífrera og bráðnun jökla gæti leitt til þess að vatnsstaða freðmýranna yrði of há
þannig að tijágróður fengi ekki þrifist þar (Crawford o.fl. 2003). Einnig gætu mildari
vetur leitt til þess að tijáplöntur losuðu dvala ótímabært eða eyddu orkuforða þannig