Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 22
20
að þær næðu ekki að hefja vöxt á vorin (Crawford 1997). Alvarlegust er þó eyðing
hitabeltisskóganna, sem dregur stórlega úr kolefnisbindingu á heimsvísu. I heild mun
uppskera skóga aukast og verð á timbri lækka, mismikið eftir svæðum (Perez-Garcia
o.fl. 2002).
Villtar uthagaplöntur munu auðvitað líða fyrir breyttar aðstæður, mestar og
afdrifaríkastar munu breytingar á vetrarveðráttu verða. Plöntumar em aðlagaðar að
ákveðnum aðstæðum og ákveðnu vetrarálagi. Minni snjóhula og fleiri og meiri
hlákukaflar að vetri munu breyta vetrarálaginu, þannig að þær gætu laskast eða
drepist. Þannig drapst aðalblábeijalyng í sænskri rannsókn ef meðalhiti vetrar hækkaði
um 5°C (Ögren 1996). Þó hefur verið sýnt fram á það að innan margra norrænna
háfjallaplantna er mikill erfðabreytileiki sem gerir þeim mögulegt að takast á við og
aðlagast breyttum aðstæðum (Crawford & Abbott 1994).
Áhrif væntanlegra loftslagsbreytinga á iarðveg verða veruleg. Hækkun hitastigs
hraðar niðurbroti á lífrænum efnum, sem getur leitt til útskolunar á köfnunarefni og
uppgufunar á nituroxíði og koltvísýringi, og verður þetta mest úr mýrlendi og í
ræktunaijörð, en minna í úthaga. Vegna breytinga í hegðun úrkomu getur sums staðar
skapast hætta á vatnsrofi en annars staðar hætta á uppblæstri vegna þurrka og á
þurrkasvæðum getur uppsöfnun salta vegna mikillar uppgufunar valdið tjóni.
Enda þótt ýmislegt breytist og sumt til hins verra, einkum í hitabeltinu, þá er
landbúnaðarframleiðslunni á heimsvísu ekki ógnað verulega af væntanlegum
loftslagsbreytingum, framleiðslan eykst örugglega á norðlægari slóðum og líklegt er
að heildarframleiðslan aukist (Reilly 1999). En hver eru áhrif þessara hnattrænu
framleiðslubreytinga á landbúnað á íslandi ? Áhrif aukinnar heimsframleiðslu leiða til
lægra heimsmarkaðsverðs á landbúnaðarvörum og meiri samkeppni erlendis frá. Hins
vegar mun framleiðsla margra landbúnaðarafurða færast nær íslandi og það ætti að
lækka flutningskostnað, auk þess sem íslenskur landbúnaður nýtur einnig góðs af
væntanlegum góðærum og ætti að verða samkeppnishæfari. Má því fullyrða að stöðu
íslensks landbúnaðar sé ekki ógnað meira í framtíðinni en í dag af samkeppni erlendis
frá.
Bein áhrif loftslagsbreytinganna á landbúnað á íslandi
Nú eru handbærar miklu betri upplýsingar um væntanlegar loftslagsbreytingar en áður
var. Hér verður stuðst við norræna sviðsmynd um loftslagsbreytingar við Norður-
Atlantshaf (CWE). Þar er reiknað með að 2050 hafi meðalhiti á íslandi hækkað um
1,5°C yfir sumarið og 3,0°C yfir veturinn og úrkoman um 7,5% að sumrinu og 15%
að vetrinum (Tómas Jóhannesson et al. 2003). Þetta eru heldur meiri hitabreytingar en
áður hefur verið reiknað með, líklega vegna þess að menn telja að breytingar á
hafstraumunum umhverfis landið verði minni en áður var reiknað með. Þá má búst við
að árið 2050 verði sjávarborð 16 cm hærra en nú er (Vísindanefnd um
loftslagsbreytingar 2000). Ekki er gefinn upp neinn munur á landshlutum á íslandi
eftir þessum sviðsmyndum, en þó gæti verið að hiti mundi hækka eilítið meira á
Norðurlandi og úrkoma eitthvað minna á Vesturlandi. Stundum er sagt að við búum á
mörkum hins byggilega heims. Að 50 árum liðnum, þegar jákvæð áhrif
loftslagsbreytinganna verða áþreifanleg, verður þetta ekki sagt lengur.
Ef litið er til Norðurlanda má segja að veðurfar og plönturæktun á íslandi hafi einna
mest líkst aðstæðum í Troms í Norður-Noregi, sem er reyndar miklu norðar en ísland.