Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 23
21
Meðalhiti þar að sumrinu er þó líklega 0,5°C hærri en í Reykjavík. Ef hér hlýnar á
næstu 50 ánim um 1,5-2°C að sumri yrði lofthiti á íslandi líkari því sem er umhverfis
Bodö í Nordland og hefur þá landið færst sem svarar 2 breiddargráðum og 400
kílómetrum til suðurs. í Nordland er vallarfoxgras ræktað með allgóðum árangri og
menn eru að hefja ræktun á vallarrýgresi. Þar em möguleikar á að rækta bygg, hafra
og hveiti til þroska og vetrarkom gæti dafnað. Þar em bæði jarðarber og hindber
ræktuð auk rifs og sólbeija. Þar er mikil og öragg kartöflu- og gulrótarræktun og þar
em ræktuð með góðum árangri hvítkál, blómkál, brokkoli og rósakál. Epli og plómur
ræktast þar tæplega nema til ánægju. Fleiri nytjajurtir dafna þama en em ekki
ræktaðar af hagfræðilegum ástæðum.
Landbúnaður er fyrst og fremst matvælaframleiðsla. Á íslandi gegnir landbúnaðurinn
margháttuðu hlutverki, hann er plönturæktun bæði til manneldis og til fóðurs fyrir
búfé, framleiðsla á búfjárafurðum, framleiðsla á timbri í skógrækt, landvarsla og
landgræðsla, ferðaþjónusta og hestamennska og lax- og silungsveiði, svo eitthvað sé
nefnt. Hér verða skoðuð stuttlega bein áhrif fyrrgreindra loftslagsbreytinga á ýmsar
greinar landbúnaðar á íslandi.
Fóðurrækt. Fyrstu útreikningar, sem byggðu á gmnni frá 1951-1980 og sviðsmynd
sem nú er breytt, bentu til að heyfengur á íslandi mundi aukast umtalsvert við hlýnun,
allt að 64% (Bergthorsson 1987, Kane o.fl. 1992). Uppskemaukning á sér margar
rætur sem tengjast hærra koltvísýringsmagni en einkum hækkuðu hitastigi sem leiðir
til losunar næringarefna úr jarðvegi og minni kalskemmda á fjölæmm grösum.
Undanfarið hefur safnast talsverð þekking um framtíðarhorfur og hver verða áhrif
loftslagsbreytinganna. Ljóst er að hér ætti að vera hægt að ná aukinni uppskem af
graslendi. Vallarfoxgras ætti að geta gefið ömggari, meiri og fleiri uppskemr og nýjar
fóðurjurtir ættu að geta komið inn í meiri mæli svo sem vallarrýgresi, fóðurnæpur og
fóðurrófur, en maísinn verður að bíða betri tíma. Einnig ættu belgjurtimar að fá hér
aukna möguleika, en vetrarþolið hefur einmitt verið takmarkandi þáttur í útbreiðslu
þeirra hérlendis. Þetta er þó háð því að nýjar fjölærar fóðuijurtir, sem flestar em með
minna vetrarþol en vallarfoxgras, verði ekki fyrir kali. Ætla mætti að vetrarálag mundi
minnka með hlýnandi veðurfari, einnig vegna þess að hlýnunin verður mest að vetri.
Þó er rétt að geta þess að hlýrri vetur geta leitt af sér meira álag á fjölærar nytjajurtir.
Vetrarhlýnun getur leitt til tíðari hlákuskeiða með aukinni hættu á svellamyndun á
snjóþyngri stöðum. Þó em mestar líkur á því að hlýnunin mundi stytta legutíma svella
og heildarafleiðingin yrði minna vetrarálag af völdum svella.
Komrækt. Sennilega verða áhrif loftslagsbreytinga mest á komrækt, uppskera byggs
vex um 1 tonn/ha við hverja gráðu sem sumarhitinn hækkar og gæti því aukist um 1,5
tonn fram til ársins 2050 (Vísindanefnd um loftslagsbreytingar 2000). Til að ná öryggi
í ræktun sumarkoms, byggs, þarf um 1200-1300 daggráður, og þetta næst nú á bestu
svæðum landsins. Ef sumarhlýnun nemur 1,5°C má bæta við 100-200 D° við
vaxtartímann sem ótvírætt leiddi til aukins öryggis komræktunar og stækkunar
komræktarsvæðisins. Auk þess gæti hlýnandi veðurfar gert mögulegt að rækta hér
aðrar komtegundir svo sem hafra, hveiti (og jafnvel rúg). Einnig gæti mikil
vetrarhlýnun leitt til þess að vetrarkorn ætti hér möguleika.
Matiurtarækt Aukin úrkoma og skýjahula mun leiða til minni birtu í gróðurhúsum
þannig að lýsingarkostnaður mun aukast. Uppskera kartaflna og útiræktaðra
garðávaxta, sem þegar em ræktaðir hér, svo sem rófna og gulrófna, mun aukast enn,