Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 24
22
bæði vegna aukins hita og raka en einnig vegna hækkuna á koltvísýringi í
andrúmsloftinu. Matjurtir sem hafa verið á mörkum þess að spjara sig hér, svo sem
sellerí og jafnvel blómkál og kínakál munu verða öruggari í ræktun. Hækkun
vetrarhita mun bæta uppskeru jarðarbeija og nýjar matjurtir munu koma til ræktunar í
íslenskri mold, svo sem hindber, asíur og grasker af ýmsu tagi. Auðvitað munu
skaðvaldar gera meiri usla en hingað til og kartöflumyglan gæti gert vart við sig að
nýju og notkun vamarlyfja mun aukast. Þetta ásamt ýmsu öðm gæti skaðað ímynd
framleiðslunnar sem ómengaðrar hollustufæðu.
Búfiárrækt. Bein áhrif loftslagsbreytinganna á íslenska búfjárrækt em að mestu
jákvæð. Auk meiri uppskeru til fóðuröflunar mun beitartími búfjár lengjast og
innistöðutími styttast sem því nemur. Kröfur til útihúsa munu minnka og
byggingarkostnaður lækka, nema að aukin illviðratíðni geri kröfur um aukið veðurþol.
Frágangur og nýting búfjáráburðar á að vera forgangsmál nú þegar, þannig að bæði
útskolun og uppgufun frá honum verði haldið í lágmarki. Hauggas (metan) er margfalt
virkari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur og því þarf að virkja það í stað þess að
hleypa því út í andrúmsloftið.
Skógrækt. Hækkun sumarhita mun óefað auka Ojávöxt og útbreiðslu skóga á íslandi.
Vegna þess að tijágróður er mikilvirkur í kolefnisbindingu má gera ráð fyrir að mikil
áhersla verði lögð á aukna skógrækt. Talið er að íslenskur skógur geti bundið um 2-5
tonn CO^/ha/ári (Þorbergur Hjalti Jónsson og Úlfur Óskarsson 1996, Amór Snorrason
o.fl. 2000). Augljóslega munu samt nýir skaðvaldar geta valdið vandræðum. Einnig
kann vetrarhlýnun fremur að valda tjóni en gera gagn. Trjáplöntur em viðkvæmari en
lággróður fyrir veðurfarssveiflum vegna þess að bmmin lifa beint í lofthitanum en
lággróður, eins og til dæmis gras, er með vaxtarbroddinn við jarðvegsyfirborðið þar
sem hitasveiflur deyfast vegna einangrunar og varmarýmdar jarðvegsins.
Skógræktarmenn þurfa öðmm fremur að búa sig undir loftslagsbreytingar til dæmis
með vali á réttum tegundum og kvæmum.
Ferðaþiónusta. Það sem hefur dregið erlenda ferðamenn til landsins er fyrst og fremst
sérstæð náttúra. Vera kann að aðdráttarafl hennar minnki með hopun og hvarfi jökla
og auknum orkumannvirkjum á hálendinu þannig að norðlægari svæði, svo sem
norðurhémð Kanada og Grænland, verði eftirsóttari. Einnig kann aukin skýjahula og
úrkoma að draga úr ásókn ferðamanna og rannsóknir sýna að lofthiti er afar
ákvarðandi þegar menn velja sér sumardvalarstað. Breytingar á veðurfari em þó
líklega minni áhrifavaldar um framtíð ferðaþjónustunnar en aðgerðir manna á því
sviði.
Landnvting. Villtar úthagaplöntur ættu að njóta góðs af hækkandi sumarhita og
aukinni úrkomu, ekki síst vegna þess að sumarhiti er víða takmarkandi þáttur og
gróðurvana jarðvegur hefur litla vatnsheldni. Á hinn bóginn getur aukin úrkoma leitt
til aukins vatnsrofs og jafnvel skriðuhættu. Áhrif af hækkun á vetrarhita á villtar
úthagaplöntur geta verið til góðs og ills. Plöntumar em aðlagaðar ákveðnu vetrarálagi,
til dæmis em snjódældarplöntur vel varðar að vetrinum og því ekki sérlega frostþolnar
en á hinn bóginn ágætlega svellþolnar. Minni snjóhula að vetri getur valdið þurrkali
vegna útgufunar þegar jörð er frosin og vatn því óaðgengilegt. Hitastigshækkun mun
áreiðanlega leiða til þess að hingað berast nýjar plöntu- og dýrategundir, þannig að
líffræðilegur fjölbreytileiki mun aukast.