Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 25
23
Veiði og fiskeldi. Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki sjávar og vatna er minna en á
landlífverur vegna varmarýmdar vatnsins, þannig að breytingar þar eru hægari. Óljóst
er hver verða áhrifin á hafstrauma (færibandið) við ströndina, en hækkun á sjávarhita
ætti að bæta átuskilyrði sjávar og þar með vöxt göngufisks. Sumarbeit hreindýra ætti
að batna með hækkandi hitastigi, þannig að þau fari betur búin undir vetur. Mildari
vetur ættu að geta leitt til betri vetrarbeitar, en það gæti hins vegar leitt til meiri
gróðurskemmda, því það er vel þekkt úr íslandssögunni að vetrarbeitin eyðir gróðri
mest. Enda þótt búast megi við bættum hag hreindýra með hlýnun, þá er rétt að geta
þess að vetrarhlákur geta valdið því að svellalög og skari hindri hreindýrin í að ná til
jarðar.
Viðbúnaður og aðgerðir
Framámenn landbúnaðarins eru nú mjög uppteknir að áhrifum ýmissa alþjóðlegra
viðskiptasamninga á íslenskan landbúnað, enda ekki að ástæðulausu, því alþjóðlegar
samþykktir geta á svipstundu breytt forsendum innlendrar búvöruframleiðslu. Áhrif
loftslagsbreytinganna á landbúnaðinn eru áreiðanlega engu minni, en þau koma smám
saman og reyna á sýn langt fram í tímann.
Rannsóknir á væntanlegum loftslagsbreytingum á íslandi hljóta að vera
forgangsverkefni, en þær eru helst stundaðar á Veðurstofu íslands. Rannsóknir á
áhrifum þessara breytinga á lífríkið eru hins vegar stundaðar á sérhæfðum stofnunum,
og það er aðeins sá hluti sem að landbúnaðinum snýr sem er okkar viðfangsefni.
Loftslagsbreytingamar auka á þýðingu landbúnaðarrannsókna, ekki síst rannsókna á
viðbrögðum jarðvegs og plantna við væntanlegum breytingum. Vísindastarfsemin á
að sjá og spá fram í tímann og vera búin að rannsaka hlutina áður en þeir em teknir í
notkun eða orðnir vandamál. Allt of oft höfum við komið á eftir eins og slökkvilið og
reynt að bjarga (vanda)málunum.
Niðurstöður rannsóknanna eiga að segja til um hvemig haga ber aðlögun að breyttum
aðstæðum. Til dæmis eiga skógræktarmenn að líta til spágilda um þróun veðurfars á
landshlutum Islands og planta út tijátegundum og kvæmum sem teljast henta þeim
aðstæðum sem líklegt er að muni ríkja á vaxtartímanum. í hefðbundnum landbúnaði
verða menn að taka væntanlegar nýjar nytjajurtir til skoðunar, og má jafnvel hefja
kynbætur á þeim með framtíðarsýn. Þá er bráðnauðsynlegt að rannsaka áhrifin á
villtan gróður og ekki síður jarðveg landsins. Með hækkandi hita er hætta á að bæði
útskolun og uppgufun úr jarðvegi (og búfjáráburði) aukist, þannig að menn þurfa að
búa sig undir að draga úr þeirri mengun. Með niðurstöður í höndunum þurfa svo
stjómvöld að taka ákvarðanir um aðgerðir. Þau þurfa að veita leiðsögn í framleiðslu
og landnotkun og taka tillit til hagfræðilegs, umhverfislegs og samfélagslegs hlutverks
landbúnaðarins. Viðbrögð og aðlögun má skipta í langtíma- og skammtímaaðlögun.
Skammtímaaðlögunin fer fram á bændabýlinu og byggist á því að rannsóknarmenn og
ráðunautar leiðbeini bændum til dæmis um breytingar á sáðtíma, uppskemtíma,
áburðarþörf og sjúkdómsvarnir við breyttar aðstæður vegna gróðurhúsaáhrifa (Bryant
o.fl. 2000). Langtímaaðlögun felur í sér breytta landnotkun, jurtakynbætur (til aukins
þols gegn sjúkdómum, hita og þurrki), breytta jarðræktartækni (til dæmis
lágmarksjarðvinnslu og sáningar án jarðvinnslu), áburðaráætlanir (þar sem tekið er
tillit til losunar úr jarðvegi) og búgreinabreytingar (vegna breyttra ræktunarskilyrða).
Þegar er augljóst að við verðum strax að undirbúa ákveðinn viðbúnað, til dæmis til að
verjast hækkandi sjávarstöðu, aukinni illviðratíðni og nauðsynlegt er að tryggja gott