Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 28
26
Áhættugreining á hitafari gagnvart kali og vexti í trjágróðri
Brynjar Skúlason
Norðurlandsskógar
Útdráttur
Leitað var leiða til að meðhöndla og reikna útúr hitatölum frá Veðurstofu íslands til
að meta ræktunaráhættu og vaxtarmöguleika mismunandi tijágróðurs. Til að prófa
mismunandi reikniaðferðir voru valdar út veðurstöðvar bæði frá Norður- og
Suðurlandi og mislangt frá sjó. Fjöldi daggráða fyrir síðasta vorfrost hvers árs fyrir
tímabilið 1961-1990 gefur miklar upplýsingar um kalhættu að vori. Kalhættu að
hausti má meta útfrá dagsetningu fyrstu haustfrosta. Veðurstöðvar nærri sjó hafa mun
lengri frostlausan vaxtartíma en þær sem eru í talsverðri fjarlægð frá sjó. Fjarlægð frá
sjó virðist skipta mun meira máli heldur en munur á milli landshluta. Stöðvar á
láglendi og örlítið inn til landsins hafa flestar daggráður til vaxtar. Með því að meta
kalhættu einstakra staða útfrá veðurfari má í framhaldinu frostþolsprófa trjágróður
fyrir kalhættu á viðkomandi stað og bæta þannig árangur í skógrækt.
Inngangur
Þegar hlýna fer á vorin missa tré frostþol og endurheimta það ekki fyrr en skyggja fer
á haustin. Til að auka ræktunaröryggi þarf að velja efnivið sem lifnar ekki að vori fyrr
en hættan á vorfrosti er liðin hjá og lýkur vexti áður en fyrstu haustfrost skella á.
Trjágróðri, sem er aðlagaður veðurfari á norðurhveli jarðar, hentar best kaldir vetur
svo ekki sé um óþarfa orkunotkun að ræða á meðan tréð er í dvala. I umfjöllun og
útreikningum hér á eftir er eingöngu verið að skoða hitafar einstakra staða og
hugsanleg bein áhrif hitafars á tijákal og vaxtarmöguleika. Ekki eru skoðaðir þættir
sem geta haft óbein áhrif á frostþol eins og t.d. ryðsjúkdómar né heldur áhrif vinds og
úrkomu á vöxt og viðgang trjágróðurs. Þessar rannsóknir miða að því að ákvarða
hvaða ræktunaráhætta gagnvart kali er á mismunandi svæðum landsins. Nánar tiltekið
voru markmiðin eftirfarandi:
> Finna reikniaðferð til að meta útfrá veðurfarsgögnum:
• hættu á vorkali
• hættu á haustkali
• orku til vaxtar
• vetrarhita
> Prófa reikniaðferðimar á daggildi veðurstöðva með dreifmgu frá strönd og
langt inn til landsins á Suðurlandi og Norðausturlandi til að fá fram hversu
mikil breidd liggur í íslenskum veðurfarsgögnum.
Gögn
Til að prófa mismunandi útreikninga vom notuð daggildi (lágmark, hámark,
meðalhiti), fengin frá Veðurstofu íslands, fyrir tímabilið 1961 til 1990 frá eftirfarandi
stöðum:
> Norðausturland: Egilsstaðir, Akureyri, Reykjahlíð, Staðarhóll, Húsavík,
Mánárbakki.
> Suðurland: Þingvellir-Heiðarbær, Hæll, Ljósafoss-írafoss, Eyrarbakki, Hólar,
Stórhöfði.
Auk þess var unnið úr gögnum eftir 1990 til 31. okt. 2003 fyrir stöðvamar á