Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 37
35
komi verður fjallað í erindi Jónatans Hermannssonar síðar á þessari ráðstefnu.
Garðrækt hér er einkum kartöflurækt og ræktun ýmissa tegunda af krossblómaætt en
einnig er dálítið um gulrótaræktun. Gulrótaflugan (Psilia rosae) virðist vera mjög
nálægt því að stinga sér hér niður og lirfur kálmöls {Plutella xylostella) hafa fundist
hér í garði og gróðurhúsi (Sigurgeir Ólafsson, 1998; munnlegar heimildir).
Kartöflubjallan {Leptinotarsa decemlineata) er tegund sem menn óttast víða. Hér
þyrfti hinsvegar væntanlega að hlýna mjög verulega til að hætta væri á að hún næmi
hér land, t.d. hefur hún aldrei náð fótfestu í Suður-Svíþjóð þrátt fyrir að hún hafi
borist þangað í hrönnum.
Áhrif hlýnandi veðurfars á skaðvalda sem þegar hafa borist til landsins
Þó svo að áhyggjur manna snúist að vemlegu leyti um að nýir skaðvaldar muni nema
land er rétt að gleyma því ekki að áhrifin á skaðvalda sem nú þegar hafa tekið sér
bólfestu hér á landi gætu einnig skipt verulegu máli. Ýmis meindýr og sjúkdómar
sem hér er að finna em á norðurmörkum útbreiðslu sinnar og því full ástæða til þess
að ætla að þau muni færa sig verulega upp á skaftið ef veðurfar hlýnar. Þannig em
ýmsar meindýrategundir nú með takmarkaða útbreiðslu sem er bundin við hlýjustu
svæði landsins. Skógfeti {Erannis defoliaria) er bundinn við Skaftafell og nágrenni.
Skógbursti {Orgyia antiqua) er bundinn við takmarkað svæði á Suðurlandsundirlendi.
Birkirani {Strophosoma melanogrammum) hefur aðeins fundist á suðurhluta landsins.
Ertuygla {Melanchra pisi), er bundin við sunnanvert landið og Eyjafjörð og ýmsar
aðrar yglutegundir sem hér finnast og lifa á trjágróðri em einnig einvörðungu
sunnanlands. (Erling Ólafsson og Hálfdán Bjömsson, 1995; Guðmundur Halldórsson
og Halldór Sverrisson, 1997). Allar þessar tegundir em þekkt meindýr erlendis
(Bevan, 1987, Harding o.fl., 1998) þótt hér hafi þær látið fremur lítið að sér kveða.
Það er mjög líklegt að útbreiðsla þeirra muni aukast vemlega ef sumarhiti hækkar að
ráði og þá væntanlega skaðsemi þeirra einnig.
Það er einnig vitað að ýmsir af þeim skaðvöldum sem nú þegar em útbreiddir um
landið munu njóta vemlega góðs af hlýnandi veðurfari. Asparryð {Melampsora
larici-populina) er nýlega komið til landsins en hefur nú þegar breiðst mikið út
(Guðmundur Halldórsson o.fl., 2001). Þessi sjúkdómur berst frá lerki til aspar í
byrjun sumars en magnast síðan upp yfir sumarið við endurteknar smitanir frá ösp til
aspar. Allur þessi ferill er talinn taka 7-8 daga við 20°C, en um 15 daga við 11-12°C
(Elín Bergsdóttir og Halldór Sverrisson, 2003). Aukinn sumarhiti mun því valda því
að sjúkdómurinn þróast hraðar og magnast fyrr upp en ella.
Kartöflumygla {Phytophthora infestans) var hér landlægur sjúkdómur á ámnum 1890
til 1953 og á því tímabili var hún alvarlegasti kartöflusjúkdómurinn. Kartöflumyglan
hvarf upp úr 1960 en kom síðan fram á ný á níunda áratugnum og hefur verið
viðloðandi síðan (Ingólfur Davíðsson, 1947; Sigurgeir á henni í sumum héraðum
norðanlands. Rannsóknir hafa sýnt að uppskemtap af völdum kálflugu er háð hita
næsta sumars á undan (2. mynd). Þetta stafar væntanlega af því að í köldum summm
nær vemlegur hluti lirfa ekki fullum þroska að hausti og drepst þegar vetur leggst að.
Því verður stofn flugunnar næsta vor mun minni en ella.Ólafsson, 1992). Vemleg
hætta er á að kartöflumygla verði mun alvarlegri á næstu ámm er veðrátta hlýnar að
marki.