Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 41
39
Áhrif hitabreytinga á skógrækt
Aðalsteinn Sigurgeirsson og Ólafur Eggertsson
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
Útdráttur
í jarðsögunni hefur veðurfar oft verið hlýrra en nú og sveiflur miklar þegar litið er til
lengri jarðsögulegra tímabila. Skógar á norðlægum slóðum hafa brugðist við slíkum
loftslagsbreytingum með framrás á hlýskeiðum og hopi á kuldaskeiðum. Margir óttast
hins vegar að hitafarsbreytingar sem nú eru taldar vera í aðsigi vegna
gróðurhúsaáhrifa verði svo örar og miklar, að útrýming blasi við mörgum tegundum
trjáa, annarra jurta og dýra í skógarvistkerfum. í þessari grein er fjallað um
hugsanleg áhrif hlýnunar á skóga og skógrækt hérlendis, með hliðsjón af nýlegri spá
um veðurfarsbreytingar á íslandi. í ljósi þess að hiti á vaxtartíma hefur fram til þessa
verið sá þáttur sem mest hefur takmarkað trjávöxt á íslandi, má ætla að hækkun hita
leiði almennt til aukins vaxtar skóga. Meiri hlýnun að vetri en sumri gæti dregið úr
ræktun og þrifum sumra tegunda sem eru þegar á mörkum þess að þrífast í hafrænu
loftslagi, svo sem rússalerkis, síberíulerkis, hvítgrenis og blágrenis. Lítil ástæða er
hins vegar til þess að óttast um örlög flestra þeirra tijátegunda sem hér eru í ræktun,
þ.á.m. birkis, sitkagrenis og stafafuru, miðað við sömu spáforsendur. Tegundir úr
norðanverðu tempraða laufskógabeltinu, sem hér hafa verið á jaðri þolsviðs síns fram
til þessa, gætu átt erindi í ræktun á næstu áratugum.
Inngangur
Á heimsvísu var árið 2003 meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust upp
úr miðri 19. öld. Meðalhitinn á jörðinni árið 2003 var 0,45°C yfir meðaltali áranna
1961-90 (WMO 2003). Raunar er það svo, samkvæmt sömu heimild, að árin 1998,
2001, 2002 og 2003 voru hlýjustu ár á jörðinni frá því mælingar hófust. Hér á landi
var síðastliðið ár meðal 3-4 hlýjustu ára frá upphafi mælinga, og hið hlýjasta í sögu
veðurmælinga í Reykjavík (Veðurstofa íslands 2004a). Þessar tölur, ásamt
niðurstöðum veðurfarshermilíkana, benda til að losun gróðurhúsalofttegunda af
mannavöldum sé drifkrafturinn í upphitun gufuhvolfsins sem átt hefur sér stað síðustu
áratugi (Halldór Bjömsson 2003) og að þeirrar upphitunar gæti nú einnig á íslandi.
Allt bendir til þess að meðalhitinn muni halda áfram að hækka næstu áratugi (Reuters
2004), enda fátt sem bendir til að alþjóðasamfélaginu muni í fyrirsjáanlegri framtíð
auðnast að stemma stigu við aukinni losun gróðurhúsalofttegunda (Reuters 2003).
í jarðsögunni hefur veðurfar oft verið hlýrra en nú og sveiflur verið miklar þegar litið
er til lengri jarðsögulegra tímabila. Tré em langlífar og þolgóðar lífvemr sem geta
lagað sig að umtalsverðum veðurfarsbreytingum á æviskeiði hvers trés og síðan með
náttúmvali í hverri kynslóð á lengri eða skemmri tímaskeiðum (Jacobson &
Dieffenbacher-Krall 1995). Flestar núlifandi trjátegundir hafa gengið í gegnum
miklar hremmingar og erfðafræðilega flöskuhálsa í þróunarsögu sinni á Isöld, en samt
haldið velli. Má þar til dæmis nefna að flestar þær tijátegundir sem nú vaxa í Evrópu
lifðu af kuldaskeið ísaldar á takmörkuðum jökulskeiðshælum í fjallshlíðum Suður-
Evrópu (Bennet m.fl. 1991). Hins vegar er það mönnum áhyggjuefni að sú hlýnun
sem spáð er að eiga muni sér stað á 21. öld vegna gróðurhúsaáhrifa er örari og meiri