Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 42
40
en þekkst hefur frá lokum síðasta kuldaskeiðs ísaldar, sem lauk fyrir um 10.000 árum
(Flenley 1998), og e.t.v. á síðastliðnum 40 milljónum ára (IPCC 2001). Einnig hefur
búseta manna raskað möguleikum tegundanna á að flytjast milli búsvæða þegar
umhverfisbreytingar eiga sér stað. Megi því búast við að gróður og dýralíf nái ekki að
aðlagast hinum breyttu aðstæðum eins vel og um náttúrlegar breytingar væri um að
ræða og að allt að 37% tegunda séu „dæmdar til útrýmingar“ fyrir miðja þessa öld
(Thomas m.fl. 2004).
Skógar og loftslagsbreytingar af mannavöldum
Yfirgripsmiklar, nýlegar rannsóknir renna stoðum undir grunsemdir um að
loftslagsbreytingar af mannavöldum séu þegar famar að setja mark sitt á lífríki jarðar.
Root m.fl. (2003) og Parmesan & Yobe (2003) rannsökuðu breytingar á vaxtartíma,
mörkum útbreiðslusvæða og samsetningu vistkerfa. Niðurstöður þeirra reyndust í
samræmi við þær breytingar sem vænta hefði mátt með hliðsjón af hlýnandi loftslagi
af mannavöldum.
Gróðuraukning, þ.e. aukin ljóstillífun og aukin binding kolefnis, á norðlægum
breiddargráðum hefur einnig verið staðfest með fjarkönnun (Keeling m.fl. 1996;
Myneni m.fl. 1997). Þær niðurstöður em í fullu samræmi við niðurstöður rannsókna
sem leiða í ljós að sumur, og um leið vaxtartími plantna og dýra, hafa verið að
lengjast á sömu slóðum undanfarin ár (Menzel & Estrella 2001; Sparks & Menzel
2002; Walther m.fl. 2002; Root m.fl. 2003).
Af þessum niðurstöðum má ráða að vaxtartíminn á mið- og norðlægum
breiddargráðum eigi eftir að lengjast enn frekar þegar kemur fram á síðari hluta 21.
aldar, samfara enn aukinni hlýnun sem veðurfarsspálíkön gefa til kynna fyrir sama
tímabil. Lenging vaxtartíma mun víða leiða til aukins tijávaxtar, en einnig breytinga á
samkeppnisstöðu tijátegunda. Einnig má gera ráð fyrir breytingum á því hvemig
trjátegundum tekst að stilla saman vaxtartakt (e. phenology) sinn, fyrstu frost að
hausti og síðustu frost að vorlagi. Sömuleiðis má gera ráð fyrir breyttri hegðan
skordýra og sjúkdóma, og í einhveijum tilvikum auknum skemmdum af þeirra
völdum, í kjölfar hlýnunar (sbr. Guðmundur Halldórsson 2004).
Helst er að vænta þess að loftslagsbreytingar leiki grátt þær trjátegundir, eða kvæmi
þeirra, sem vaxa á láglendi, sunnarlega á útbreiðslusvæði sínu, þar sem úrkoma er
takmarkandi fyrir vöxt trjánna. I Evrópu á þetta við um svæði innan tempraða
laufskógabeltisins í mið-Evrópu og við Miðjarðarhaf. Þar má gera ráð fyrir aukinni
uppgufun og útgufun vegna hærra hitastigs sem leiða muni til staðbundinnar
útrýmingar tegunda (Thomas m.fl. 2004). Að sama skapi má gera ráð fyrir að
tijátegundir færi út kvíamar við norðurmörk útbreiðslusvæða sinna, eða taki að vaxa
hærra upp til fjalla en áður. Innan barrskógabeltisins (e. „cool coniferforest“; „boreal
forest“) vofir ekki yfir sama útrýmingarhætta þótt hlýni verulega (Thomas m.fl.
2004). Þetta á við svæði þar sem úrkoma er næg en sumarhiti takmarkandi fyrir vöxt,
svo sem hér á íslandi.
Spár um hlýnun á íslandi
í nýlegri skýrslu Kristjáns Jónassonar (2003) er spáð fyrir um ársmeðalhita í
Reykjavík fram til ársins 2035. Gert er ráð fyrir að á árabilinu 2003-2035 hækki