Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 43
41
ársmeðalhitinn um 0,7°C, eða um 0,22°C á áratug, miðað við ársmeðalhita á árunum
1964-2003. Þegar liði á 21. öldina yrði því hlýrra hér á landi en nokkum tíma síðan
mælingar hófust Jafnframt er gert ráð fyrir ívið meiri hlýnun að vetri en að sumri. í
skýrslunni er aðeins gerð tilraun til þess að áætla hækkun hita í Reykjavík á þessu
árabili, og ekki kemur fram hvort eitthvað bendi til að hækkun verði mismikil eftir
landshlutum.
Nokkur dæmi um afleiðingar fyrir einstakar trjátegundir á íslandi
Líta má á tré, eins og reyndar allar lífvemr, sem þróunarfræðilegar ratsjárstöðvar, sem
hafa að geyma hugbúnað sem forritaður hefur verið til þess að nema merki frá
umhverfinu og bregðast við þeim merkjum með bættri líffræðilegri aðlögun að
umhverfi sínu eða umhverfi forfeðra sinna (sbr. Dawkins 1987; Stettler & Bradshaw
1994). I ljósi langlífis trjáa og víðáttumikilla útbreiðslusvæða þeirra á norðlægum
breiddargráðum henta erfðafræðilegar samanburðartilraunir, svo sem
samanburðargarðar með kvæmum trjátegundar, einkar vel til þess að rannsaka
viðbrögð trjáa við breyttu loftslagi (Matyas 1994; Stettler & Bradshaw 1994).
Aratugum (og raunar öldum) saman hafa skógræktarmenn víða um lönd sett á fót
slíkar tilraunir til þess að bera saman kvæmi tijátegunda með tilliti til vaxtarhraða og
annarrar lífeðlisfræðilegrar hegðun. Oftast hefur þetta verið gert í því hagnýta
augnamiði að finna hraðvöxnustu eða hentugustu kvæmi til skógræktar á hverjum
stað, en á síðasta áratug hefur verið vaxandi áhugi á að nota sömu tilraunir til þess að
rannsaka viðbrögð trjáa við loftslagsbreytingum og spá fyrir um aðlögun mismunandi
erfðahópa þeirra að breyttu veðurfari.
Hér á landi em fyrir hendi kvæmatilraunir fyrir allflestar helstu tijátegundir sem hér
era í ræktun (Sigurður Blöndal og Skúli Bjöm Gunnarsson 1999). í mörgum tilvikum
eru sömu kvæmi frá Alaska og hér era notuð til skógræktar einnig að finna í
kvæmatilraunum í heitari löndum á suðlægari breiddargráðum, með lengri vaxtartíma,
hærri sumarhita o.s.frv. Sem dæmi má nefna sitkagreni (Picea sitchensis (Bong.)
Carr.) sem er trjátegund sem vonir era bundnar við til nytjaskógræktar í vetrarmildum,
úrkomusömum héraðum sunnan- og vestanlands á Islandi. Sömu kvæmi og mest era
notuð hérlendis era einnig til staðar í kvæmatilraunum á Bretlandseyjum (sjá t.d.
Lines 1987). Reynslan þar sýnir að þau kvæmi þrífast vel í bresku loftslagi, jafnvel
þar sem meðalhiti flestra mánaða ársins er ríflega 5°C hærri en hér á landi og
umtalsvert hærri en á uppranasvæðum þess í sunnanverðri Alaska. Af því má draga þá
ályktun að flest sitkagrenitré sem gróðursett hafa verið á Islandi eigi framtíð fyrir sér,
þótt hitafar færðist nærri því sem nú ríkir á Bretlandseyjum.
íslensk kvæmi ilmbjarkar (Betula pubescens Ehrh.) era fágæt í ræktun utan
landamæra okkar. Vísbendingar um hvemig íslensku birki myndi reiða af í hlýrra
loftslagi era því af skomum skammti og byggjast á aðeins einu, atvikssögulegu dæmi.
í Laufblaðinu, fréttablaði Skógræktarfélags Islands birtist fyrir fáum áram frétt þess
efnis að í garði einum í Cessy í Suður-Frakklandi yxu fjórar íslenskar bjarkir,
hraustlegar að sjá, 17 breiddargráðum sunnan við líklegan uppranastað þeirra,
Bæjarstaðarskóg (Theodór Lúðvíksson 2000). Þess má geta að ársmeðalhiti í Genf í
Sviss, sem liggur nálægt franska bænum Cessy, er 10,3°C, sem er 5,7°C hærri en á
Fagurhólsmýri, næstu veðurstöð við Bæjarstaðarskóg. Þessi eina vísbending gefur
ekki tilefni til þess að ætla að náttúrlegir birkiskógar íslands yrðu fyrir alvarlegum
skakkaföllum af völdum hlýnandi veðurfars.