Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 50
48
vestanhafs. í kjölfarið hækkaði verð á mörkuðum hér heima og í verslunum um land
allt. í kjölfarið minnkaði fiskneysla hér á landi um 30% og kjötneysla jókst.
Vegna þess hversu viðamikið viðfangsefni er hér til umfjöllunar verður einungis
teknar til skoðunar breyttar neysluvenjur á mjólkurafurðum, grænmeti og kjötafurðum
og möguleg viðbrögð viðkomandi greina við þessum breyttu neysluvenjum.
Þróun neyslu
Mjólkurafurðir
Árið 1990 var innvegin mjólk alls um 107 milljónir lítra. Magnið hefur verið nokkuð
stöðugt en fór lægst í 99,7 milljónir lítra árið 1992 og hæst í 110,7 milljónir lítra árið
2003. Að meðaltali var innvegin mjólk 104,1 milljónir lítra á þessu tímabili (Samtök
afurðastöðva í mjólkuriðnaði 2003). Þegar tillit er tekið til fólksfjölgunar á þessu
tímabili og framleiðslan umreiknuð í lítra á mann á ári, þá kemur í ljós að hún er að
meðaltali 385,6 lítrar (1,06 lítrar/mann/dag). Framleiðslan var mest árið 1990 en þá
var hún 420 lítrar en fellur síðan og er nokkuð stöðug á bilinu, 370 til 387 lítrar á
mann á ári (sjá 1. töflu).
1. tafla. Mjólkurframleiðsla eftir ámm.
1990 1991 1992 1993 1994 1995
Innvegin mjólk (lítrar) Lítrar á mann 107.011 420 105.510 409 99.722 382 99.917 379 102.052 384 102.864 385
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Innvegin mjólk (lítrar) Lítrar á mann 101.643 378 101.945 376 105.716 386 107.196 387 104.025 370 106.150 372 110.761 385
Árið 1990 var neysla nýmjólkur 113 lítrar á mann á ári en var komin niður í 51
lítra/mann árið 2003. Á sama tíma fór samanlögð neysla á öðmm fljótandi
mjólkurvömm (léttmjólk, fjörmjólk, G-mjólk, G-súkkulaðimjólk, undanrenna, mysa,
mysudrykkir, súrmjólk, AB mjólk) úr 77,5 lítrum á mann í 98,1 lítra á mann. Aukin
neysla annarra fljótandi mjólkurafurða vegur því engan veginn upp minnkandi neyslu
nýmjólkur. Neysla þessara tveggja vömflokka hefur því minnkað úr 190,5 lítrum í
149,1 litra á mann á ári. Á sama tímabili hefur neysla á skyri, jógúrt og búðingum
farið úr 15,4 kg/mann í 20,9 kg/mann á ári og neysla á ostum úr 10,0 kg í 14,5
kg/mann á ári.
Grænmeti
Neysla grænmetis á íslandi hefur löngum verið lítil en síðustu árin hefur hún verið að
vaxa ef kartöflur em undanskildar. Samkvæmt fæðuframboðstölum var framboð
kartaflna og vara úr þeim 77 kg/mann/ár að meðaltali árin 1956-60 en var komið niður
í 60 kg/mann/ár árið 2002 (Lýðheilsustöð 2004). Framboð grænmetis og grænmetis-
vara (án kartaflna) hafði hins vegar aukist úr 16 í 51 kg/mann/ár á sama tímabili eða
því sem næst þrefaldast.
J