Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 60
58
takmarkaðs geymsluþols og því er líklegt að áfram verði framleidd neyslumjólk í
einhverjum mæli hérlendis, en með því að slík framleiðsla yrði dýr og neyslan þarmeð
mun minni en nú er.
Niðurstaðan er því sú að frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum ásamt niðurfellingu
styrkja geti, ef neytendur velja ávallt ódýrasta kostinn, leitt til hruns í innlendri
framleiðslu. Hér er ekki lagt mat á hvort sá samfélagslegi kostnaður sem því
óhjákvæmilega fylgir væri nægjanlega lítill til að réttlæta svona ákvörðun, heldur
einungis litið til þess hvaða langtímaafleiðingar þetta hefði fyrir matvælaöryggi
þjóðarinnar.
Afleiðingar af hruni í búvöruframleiðslunni
Rannsóknir sýna að friðun landsvæða fyrir beit veldur örum gróðurfarsbreytingum;
tijágróður breiðir hratt úr sér og blómplöntur fjölga sér á kostnað grasa og hálfgrasa.
Ræktuð tún úreldast einnig hratt; verða þýfð, sáðgrös hverfa og framræsla túna og
úthaga gengur úr sér ef henni er ekki viðhaldið. Því má leiða að því líkum að á 25-35
árum muni mestur hluti þess lands sem nú er notað til ræktunar og beitar verða
illnýtanlegur til þeirra nota. Á sama tíma munu landbúnaðarbyggingar ganga úr sér og
bústofn landsmanna mun að sjálfsögðu hverfa. Landbúnaðarrannsóknir og
landbúnaðarmenntun mun líða undir lok og stór hluti verkþekkingar mun glatast.
Islenskt samfélag yrði þannig á örfáum áratugum ósjálfbjarga um framleiðslu mjólkur,
kjöts, eggja og ullar.
Skílgreining á vá
En er þetta endilega slæmt? Dæmi eru til um landsvæði - t.d. Homstrandir - sem lagst
hafa í eyði en þykja nú verðmæt og eftirsóknarverð. Það er því ekki sjálfgefið að land
án byggðar sé slæmur kostur ef hægt er að tryggja ömgg aðföng erlendis frá2. Enginn
vafi er á að við núverandi aðstæður er möguleiki á að kaupa til landsins öll matvæli
(nema gerilsneidda mjólk) í því magni sem við þurfum og af þeim gæðum sem við
gemm kröfu um3. Líklegast er að mjólkurvömr kæmu frá Danmörku og Hollandi en
kjöt frá Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Nýja Sjálandi, Bandríkjunum eða
Argentínu. Samgöngur við þessi ríki em góðar og ömggar og viðskiptahömlur litlar
sem engar. En er hægt að tryggja þessi viðskipti til lengri tíma litið? Em einhveijar
líkur á að upp komi aðstæður sem geti haft stórfelld áhrif á aðgengi Islands að þessum
mörkuðum?
Ef litið er til bæði lengri og skemmri tíma em fjölmörg dæmi um hnökra á
milliríkjaviðskiptum með matvæli. Skemmst er að minnast hafta sem sett vom á
verslun með nautakjöt þegar kúariðufaraldurinn var í hámarki í Bretlandi. Þá seldist
ekkert erlent nautakjöt á íslandi. Vissulega hefðum við getað fengið kjöt frá
áhættusvæðum, en því hefði fylgt (ímynduð?) áhætta. Aðrir búfjársjúkdómar sem
nýlega hafa haft áhrif á milliríkjaverslun með kjöt, mjólk og egg em svínapest í
Vestur Evrópu, hænsnainflúensa í suðaustur Asíu og gin og klaufaveiki í Evrópu.
2 Hér verður ekki farið út í vangaveltur um viðhald samgöngumannvirka, og þjónustu um landið, en
lfldegt er að hvort tveggja yrði með svipuðum hætti og nú er á hálendi landsins.
3 Að sjálfsögðu er hægt að fá mjög ódýr en léleg matvæli. I þessari grein er þó gert ráð fyrir því að
kröfur neytenda til gæða og öryggis matvæla muni ekki minnka frá því sem nú er.