Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 63
61
Atvinnuvegur á krossgötum
Staða búgreina á breyttum tímum
Sigurgeir Þorgeirsson, Ema Bjamadóttir og Þórarinn E. Sveinsson
Bændasamtökum Islands
Inngangur
íslenskur landbúnaður hefur þróast ört á síðustu áratugum enn hvað hraðast eftir 1990.
Þróunin hefur hingað til fyrst og fremst mótast af breyttum þjóðfélagsháttum,
tækninýjungum og viðhorfum til hvers kyns lífsgæða, auknu viðskipta- og
athafnafrelsi og breyttu neyslumynstri, sem dregur æ meiri dám af því, sem tíðkast í
öðmm löndum. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur opnað möguleika á
innflutningi búvara í meira mæli en áður var, en þó hefur innflutningurinn enn sem
komið er ekki þrengt að innlendri framleiðslu svo nokkm nemi utan garðyrkjunnar.
Hér er annars vegar um að ræða aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, sem
leyfir innflutning á afmörkuðum vöraflokkum mjólkur- og garðyrkjuafurða á
sérstökum kjöram og hins vegar aðildin að WTO, sem tók gildi 1995 með
skilgreiningu á tollvemd og heimildum til stuðnings við landbúnaðinn.
EES samningurinn breytti fyrst og fremst starfsskilyrðum í garðyrkju með tollfijálsum
innflutningi á tómötum, gúrkum og papriku og nokkrum blómategundum yfir
tilgreind tímabil, auk þess sem hann opnar á innflutning á jógúrt á lágum tollum, sem
aðeins hefur reynt á, en samkvæmt WTO-tollkvótum á sér stað nokkur innflutningur á
ostum og kjötvöram.
Þróun landbúnaðarins mun á næsm árum og áratugum halda áfram að mótast af
þjóðfélagsgerðinni og samspili tækniframfara við náttúraleg skilyrði, t.d. ef hlýnandi
veðrátta verður að staðreynd, en efnahags- og viðskiptaumgjörðin, sem
landbúnaðurinn verður að búa við, mun ráðast í miklu ríkara mæh en hingað til af
alþjóðasamningum innan WTO og starfsumhverfi landbúnaðar í Evrópusambandinu.
Þróun í búvöruframleiðslunni
í 1. töflu era sýndar helstu breytingar í framleiðslu og sölu á mjólk, kjöti og eggjum á
fimmtán ára tímabili, frá 1988 til 2003.
Af töflunni sést, að framleiðsla og sala mjólkur haldast í hendur, markaðurinn hefur
verið stöðugur en aukningin ekki haldið í við fólksfjölgun.
Kjötframleiðsla hefur aukist um 43% á þessum 15 áram og sala kjöts um 33%. Þessi
aukning er öll í hvítu kjöti og meira en það, þar sem samdráttur í sölu kindakjöts
nemur 2300 tonnum á tímabilinu eða tæplega fjórðungi. í raun hefur kjötframleiðslan
verið að færast úr dreifbýlinu í nágrenni Reykjavíkur.
Samhliða þessari þróun hefur framleiðendum fækkað mikið í öllum greinum, eins og
nánar verður gerð grein fyrir síðar í þessu erindi.