Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 64
62
1. tafla. Þróun í framleiðslu og sölu mjólkur, kjöts og eggja (% br. í sviga).
Fjöldi Framleiðsla Sala
1988 2003 1988 2003 1988 2003
Mjólk, millj.ltr. 1650 863 (-46) 103 108 (5) 102 107 (5)(á prót.gr.)
Nautakjöt, þús. tn. - - 2,9 3,6 (2,4) 3,4 3,6 (7)
Kindakjöt, þús. tn. 3606 2210 (-39) 10,6 8,8 (-17) 8,6 6,3 (-24)
Svínakjöt, þús. tn. 139 24 (-75) 2,5 6,2 (151) 2,5 6,0 (143)
Fuglakjöt, þús. tn. 30 25* (16) 1,1 5,7 (414) 1,4 5,5 (295)
Hrossakjöt, þús. tn. - - 0,5 0,9 (78) 0,6 0,5 (-15)
Egg, þús. tn. (áætl.2003) 47 14* (49) 2,6 2,8* (8) 2,6 2,7* (2)
*Tölur frá 1992
Alþjóðlegar breytingar - Horfur í WTO-samningum
Alþjóðareglur um stuðning og markaðsvemd við landbúnað voru fyrst lögleiddar á
vegum GATT með samkomulaginu, sem tók gildi 1995, eftir sk. Umgay-lotu, með
stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO, en þá var markaður sá rammi, sem
síðan hefur gilt og nú er samið út frá í samningalotunni, sem kennd er við borgina
Doha í Quatar, en þar var henni hmndið af stað árið 2001.
í samningunum nú er sem fyrr tekist á um hversu langt skuli ganga í kröfum um
minnkun eða afnám stuðningsgreiðslna og tollvemdar. Annars vegar em þau ríki, sem
byggja efnahag sinn að vemlegu leyti á framleiðslu og útflutningi búvara og vilja helst
afnema allan stuðning, en hins vegar era lönd, sem framleiða aðallega fyrir
innanlandsmarkað, yfirleitt með lakari og kostnaðarsamari framleiðsluaðstæður og
flytja jafnframt inn stóran hluta af búvömm sem neytt er, og vilja standa vörð um
eigin framleiðslu. Þessi ríki leggja mikla áherslu á fjölþætt hlutverk landbúnaðar í
þjóðlífinu, s.s. gagnvart byggðþróun, fæðuöryggi, vemdun menningar og landslags,
og fyllir ísland þann flokk.
Á ráðherrafundi, sem haldinn var í Cancun í Mexíkó í september 2003, náðist ekkert
samkomulag um samningsramma, eins og vonir höfðu staðið til. Þar var e.t.v.
merkilegast hvað þróunarlöndin létu mikið að sér kveða, þannig að Bandaríkin og
Evrópusambandið höfðu engan veginn þá afgerandi forystu, sem þau hafa haft á
þessum vettvangi. Mikill meirihluti þróunarlandanna virðist skipa sér á bekk með
“fijálsræðisríkjunum”, þótt sum þeirra, einkum þau vanþróuðustu, sjái hagsmunum
sínum ógnað með alfjálsum markaði og vilji fremur byggja á sértækum ívilnunum
gagnvart vestrænum mörkuðum, enda em mörg þeirra undanþegin vissum
samningskvöðum. Engu að síður drógu tillögumar sem forseti fundarins lagði fram og
em áfram grandvöllur samningsviðræðna, mjög dám af þeim tillögum, sem ESB og
USA höfðu náð samkomulagi um fyrir fundinn.
Það era fyrst og fremst þrír þættir í þessum samningum sem okkur varða fyrir utan
heilbrigðisreglur, sem ekki er tekist á um nú:
A. Innanlandsstuðningur
í samningnum 1995 voru skilgreind þrjú mismunandi stuðningsform við landbúnað
með tilliti til þess, hvort eða hvemig stuðningsgreiðslur hafa áhrif á framleiðslu og
sölu afurða. (a) Gulur stuðningur, verðniðurgreiðslur, beingreiðslur o.fl. sem tengjast
framleiðslu og hafa “markaðstmflandi áhrif, (b) grænn stuðningur, sem er ótengdur