Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 66
64
C. Útflutningsbætur
Afnema skal á tilteknu árabili útflutningsbætur og útflutningslán af vöru, sem hafa
sérstaka þýðingu fyrir þróunarlönd og verða þær vörur nánar skilgreindar. Hvað aðrar
vörur varðar, “skulu ríkin skuldbinda sig til að minnka útflutningsbætur með það í
huga að afnema þær smám saman”. Hér þótti mörgum orðalagið vera loðið og veikt
og þóttust kenna fingraför ESB og Bandaríkjamanna.
Megin áhyggjur okkar snúa að kröfunum um lækkun stuðnings og tolla. Samanlögð
stuðningsheimild íslands (AMS) telst nú vera um 13 milljarðar kr. (gengi í janúar
2004) og er nýting hennar 80-90%, en þessar stærðir sveiflast með gengi krónunnar.
Miðað við nýtingu 2001 var um 70% stuðningsins reiknaður verðstuðningur, en
tæplega 30% eru beingreiðslur. Lækki heimildin um 50-60%, eða niður í 6-7 milljarða
kr. mun það hafa veruleg áhrif á rekstrarumhverfi landbúnaðarins hér á landi.
Ennfremur mun 100-150% hámark á innflutningstollum örugglega höggva hér skörð í
markað fyrir innlendar búvörur, ef svo langt verður gengið. Mikið veltur á því, hvort
og fyrir hversu margar vörutegundir verður veitt undanþága frá tollaþaki.
Lítið markvert hefur gerst frá fundinum í Cancun, og nú spá því ýmsir, að nýr
samningur muni ekki taka gildi fyrr en í ársbyijun 2008, þannig að við getum gert
okkur vonir um að hafa svigrúm næstu fimm til sjö ár til þeirrar aðlögunar, sem
nauðsynleg verður. Ekkert er þó öruggt í þessum efnum, og verkefni okkar á næstunni
er að búa landbúnaðinn undir að mæta erlendri samkeppni með kostnaðarlækkunum
samfara vöruvöndun og eflingu sérstöðu innlendra afurða. Hvað stuðningsformið
varðar, eigum við að geta aðlagað okkur nýjum reglum, án þess að alvarleg röskun
þurfi til að koma, en gagnvart minnkandi tollvemd verður að huga að öllum tiltækum
möguleikum til að styrkja samkeppnisstöðuna.
Alþjóðlegar breytingar - Endurskoðun landbúnaðarstefnu ESB
Miklar breytingar standa yfir á landbúnaðarstefnu ESB um þessar mundir. Rót þeirra
má annars vegar rekja til þeirrar nauðsynjar að takmarka útgjöld til landbúnaðarmála
innan sambandsins, m.a. vegna stækkunar til austurs og hins vegar yfirstandandi
viðræðna innan WTO um viðskiptasamninga þ.m.t. landbúnaðarvömr.
Gmnneðli þeirra breytinga sem verið er að gera, er að auka áhrif markaðarins á
ákvarðanir framleiðenda um framleiðslumagn og hvaða afurðir em framleiddar, og
þess í stað tengja þá styrki, sem greiddir em, við aðra þætti s.s. landnýtingu, aðgerðir
gegn jarðvegseyðingu og meðferð búfjár, óháð framleiðslu.
Um þetta er notað hugtakið cross compliance. Einstök aðildarlönd hafa nokkurt
svigrúm í útfærslu á breytingunum svo sem um nýtingu á heimildum til að viðhalda
framleiðslutenginu tiltekinna styrkja að hluta eða öllu leyti, og hafa samtök bænda í
Evrópu gagnrýnt það atriði, þar sem það mismuni bændum innan sambandsins. Einnig
er sveigjanleiki hvað varðar gildistöku breytinganna og heimild til að skipta löndum
upp í svæði með misháum styrkjum.
Til að ná þessu fram er tekin upp svokölluð “Single farm payment” (SFP) eða “Árleg
eingreiðsla á bú”. Inn í eingreiðsluna verða felldar greiðslur á komframleiðslu, styrkir
til nautakjötsframleiðslu, styrkir til sauðfjárræktar, hluti af styrkjum á “dúrru” hveiti,
40% styrkja á kartöflusterkju, styrkir á þurrkað fóður, styrkir til komþurrkunar og
olíuræktunar, línfræ og flax og hampur (að því leyti sem ekki verður haldið áfram
framleiðslutengingu sbr. möguleika að ofan). Þannig er horfið frá búgreina- og