Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 67
65
framleiðslutengingu styrkja. Þá verða heildarstyrkir lækkaðir um 3% 2005, 4% 2006
og 5% 2007.
í flestum tilvikum verður miðað við tekjur af styrkjum 2000-2002 (enginn á þó að
geta fengið meira en þá) og ennfremur er þak á útgjöld einstakra ríkja frá og með
2005. Ræktað land til beitar og fóðurframleiðslu verður styrkhæft.
Til að koma til móts við verðlækkun á mjólk til framleiðenda, vegna lækkunar á
lágmarksverði smjörs og undanrennudufts, verður tekin upp greiðsla út á
mjólkurkvóta sem mun fara stig hækkandi árin 2004-2006 í takt við lækkandi
mjólkurverð.
Heimilt er að flytja réttinn til stuðnings milli aðila með eða án sölu á landi, skilyrði er
aðeins að sá sem kaupir hafi yfir styrkhæfu landi að ráða. Leiga getur hins vegar
aðeins átt sér stað ef land fylgir með.
(Heimild: Chris Horseman director hjá Agra Europe, erindi á ráðstefhu Agra Europe í London 9.-10. desember 2003.)
Ljóst er að framkvæmdin er sérstaklega flókin í löndum, þar sem framleiðsluaðstæður
eru mjög breytilegar, eins og í Finnlandi og Svíþjóð, samanborið við lönd eins, og
Danmörk og Holland, svo dæmi séu tekin. Aðildarlöndin eru því mislangt á veg
komin með að útfæra breytingamar.
I eðli sínu má segja, að hér sé um hagræðingarkröfu að ræða. Verð á flestum afurðum
og/eða beingreiðslur, sem tengjast framleiðslumagni óbeint, lækkar. Við það lækka
jaðartekjur, og þar með breytast forsendur til framleiðsluákvarðana. Þetta hefur mest
áhrif á bændur í búgreinum, þar sem framleiðslutengdir styrkir em hátt hlutfall af
tekjum og breytilegur kostnaður hlutfallslega lágur. Lægsta verð, sem einstakir
framleiðendur em tilbúnir að framleiða fyrir til skemmri tíma litið, er verð sem
stendur undir breytilegum kostnaði. Við það að framleiðslutengdir styrkir lækka eða
hverfa, lækka jaðartekjur, og sú staða getur komið upp, að hagstæðara sé að hætta
framleiðslu. Sem dæmi má nefna nautakjötsframleiðslu, en í Danmörku og Svíþjóð er
reiknað með umtalsverðum framleiðslusamdrætti. Þessi breyting kemur því ekki síst
hart niður á harðbýlum svæðum, þar sem fastur kostnaður er hár við framleiðsluna og
búfjárrækt s.s. nautgriparækt em þýðingarmiklar.
Matvælahagfræðistofnun Danmerkur hefur unnið viðamikla útreikninga á áhrifum
þessara breytinga til 2013. Niðurstöðumar em túlkaðar sem ávinningur, þegar upp
verður staðið, fyrir neytendur/samfélagið og landbúnaðinn. Ávinningur
landbúnaðarins felst í að óarðbærri framleiðslu verður hætt. Vemlegar breytingar
verða hins vegar á samsetningu búvömframleiðslunnar. Talið er, að komframleiðsla
dragist saman um 14% og nautakjötsframleiðsla um 20%. Framleiðsla svínakjöts er
hins vegar talin aukast um 3% og ávaxta- og grænmetisframleiðsla um 15%. Talið er,
að mjólkurframleiðsla verði óbreytt. (Intemationella Perspektiv nr. 36/2003). Af
útreikningum um áhrif breytinganna á landbúnað má þó glöggt sjá, að þessi
ávinningur landbúnaðar mun ekki verða án fóma og gríðarlegar kröfur verða gerðar til
framleiðenda.
Dansk kvæg hefur lagt mat á áhrif breytinganna á kúabændur. Áætlað er að verð á
mjólk muni lækka alls um 22%. Fyrir dæmigerðan stóran framleiðanda með 135
árskýr og 1.040 tonna mjólkurkvóta, með tiltekinni samsetningu á ræktarlandi, er talið
að tekjuskerðing vegna lækkunar á mjólkurverði og kerfisbreytinga verði 625 þús.
dkr., en á móti komi nýir styrkir að upphæð 325 þús. dkr., þannig að nettó
tekjuskerðing á slíku búi verði um 300 þús. dkr. eða um 3,5 m. ísl. kr. Þennan mun