Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 68
66
ætla Danir að jafna með hagræðingu á búunum, sem byggist ekki síst á átaki í
heilbrigði kúnna. Við þetta má bæta að verð á mjólk til bænda í Danmörku er nú um
27 kr. danskar eða 31-32 kr. íslenskar á kg og mun því á næstu árum lækka í tæpar 25
kr./kg.
Líkleg þróun og möguleikar einstakra búgreina
Allt bendir til þess, að íslendingar verði, eins og aðrir Evrópumenn, að beina
stuðningi við landbúnaðinn í vaxandi mæli inn á aðrar brautir en beinan stuðning við
framleiðslu tiltekinna afurða. Hversu hratt breytingarnar þurfa að ganga fram eða hve
langt þarf að ganga, mun ráðast af niðurstöðu núverandi samningalotu hjá WTO og
samningum sem síðar koma til.
Þetta felur í sér, að búvöruframleiðslan mun í meira mæli ráðast af markaði, en
stuðningur verður greiddur sérstaklega á öðrum forsendum, sem munu tengjast
byggðastefnu, landnýtingu og umhverfissjónarmiðum, hreinleika, hollustu og
rekjanleika afurða o.s. frv. Þetta kann að hafa í för með sér grundvallarbreytingu á því
hvemig staðið verður að samningum við ríkisvaldið um starfsskilyrði landbúnaðarins
og bænda eða landnotenda.
Þótt alþjóðareglur muni setja ákveðinn ramma um starfsskilyrði landbúnaðarins í
framtíðinni, skiptir hitt ekki minna máli, að þjóðfélag okkar er í sífelldri þróun, sem
snertir bændur eins og aðra þjóðfélagsþegna. Frjálsræði til hvers kyns athafna og
viðskipta hefur stóraukist og opinber afskiptasemi er á undanhaldi. Engin teikn em á
lofti um að til baka verði snúið, enda þótt nú gæti vitundar um að bæta þurfi aga og
e.t.v. eftirlit með hinum fijálsa markaði. Við horfum almennt til batnandi lífskjara á
næstu ámm, og kröfur um hvers kyns lífsþægindi fara vaxandi. Hér má nefna laun,
styttri vinnutíma og betri vinnuaðstæður, aukinn frítíma, fullkomnari félagsþjónustu
og nálægð hennar, hvort heldur um er að ræða heilbrigðisþjónustu, skóla eða aðra
menningarstarfsemi, félagslegar tryggingar, bættar samgöngur o.s.frv.
Bændur standa um margt höllum fæti gagnvart öllum þessum þáttum. Afkoman er hjá
mörgum óviðunandi og hjá of fáum góð. Vinnuálag er víðast mikið og binding við
bústörfin, og fjarlægðir gera þeim bæði erfiðara og dýrara að sækja félagslega
þjónustu. Það verður auðvitað aldrei hægt að jafna að fullu aðstöðu sveita og bæja að
þessu leyti, en fólkið í sveitunum mun þó ekki sætta sig við annað í framtíðinni en að
geta í stórum dráttum notið hliðstæðra lífsþæginda og þéttbýlisbúamir, auðvitað innan
þeirra marka, sem landafræðin setur og hefur bæði kosti og galla í för með sér.
Þetta þýðir: (a) Að sveitimar verða að bjóða “viðunandi” afkomu og betri en nú er
almennt, (b) að bændur munu nýta sér tækniframfarir, sem létta og draga úr
vinnuálagi, (c) að störfum við “hefðbundna” búvöruframleiðslu mun halda áfram að
fækka, (d) að búseta mun þróast eftir atvinnutækifærum og (e) möguleikum til að nýta
sér eftirsóknarverða þjónustu. f) búskapur mun verða hlutastarf hjá mörgum, og fleira
fólk mun sækjast eftir búsetu í dreifbýli en hafa framfæri/vinnu við aðra starfsemi.
Eðli einstakra búgreina er misjafnt, bæði hvað varðar kröfur til landkosta,
stærðarhagkvæmni og -takmörk, dagleg störf og mikilvægi fjarlægða við markað og
ýmsa fagþjónustu. Það blasir líka við, að þróun greinanna er um margt ólík á síðustu
árum, þótt ástæðumar séu vissulega fleiri og ekki síst efnahagslegar.
J