Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 69
67
Nautgriparœkt
Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði voru
mjólkurinnleggjendur 893 í árslok 2003 og hafði þá fækkað um 757 (úr 1650) á 15
árum. Markaðurinn er stöðugur, 100-105 millj. ltr. og hefur framleiðsla á bú aukist að
meðaltali úr tæplega 70 þúsund ltr. í rösklega 120 þúsund ltr. Eftir nokkra stöðnun í
byggingum og endumýjun fjósa, er nú umtalsverð uppbygging í gangi, sem almennt
miðast við vemlega stækkun og aukna tæknivæðingu. Tilhneigingin er sú, að
framleiðslan færist annars vegar úr “fjarlægari” sveitum og hins vegar frá næsta
nágrenni þéttbýlis, og mun sú þróun eflaust halda áfram, þannig að í framtíðinni verði
kúabúskapur að mestu leyti á tiltölulega afmörkuðum svæðum. Framleiðslan er að
verða sérhæfð, þ.e. að lítið er um annan búskap nema nautakjötsframleiðslu sem
hliðarbúgrein.
Ríkjandi kröfur um tækni og vinnuhagræðingu munu einar og sér ýta undir
áframhaldandi stækkun kúabúa og þá að sama skapi fækkun þeirra, nema til komi nýir
möguleikar á afsetningu, en tæplega em forsendur til að reikna með miklum nýjum
markaðsfærum á næstunni. Miklu fremur þurfum við að búa greinina undir aukna
erlenda samkeppni samfara minnkandi tollvemd í framtíðinni.
Starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar em nú til endurskoðunar. Að mörgu leyti er
staða hennar sterk. Það er þróttur og áræði í kúabændum og umtalsverð endumýjun í
gangi, afkoman betri en í öðmm búgreinum, öflug vömþróun og markaðsstarf, og
mjólkurafurðir njóta almennt trausts og vinsælda hjá neytendum. Á hinn bóginn ríkir
óvissa um þau skilyrði til framtíðar, sem ráðast af niðurstöðu WTO-samninganna, og
hér hefur verið fjallað um. Annars vegar getur orðið að breyta að hluta
stuðningsforminu eftir einhver ár, og hins vegar em sterkar líkur til að erlend
samkeppni verði raunveraleg ógn. Framleiðslu- og vinnslukostnaður er hér hár miðað
við væntanleg samkeppnislönd og því brýnt að vinna að lækkun hans.
Nautakjötsframleiðslan stendur höllum fæti. Vandinn er annars vegar, eins og í öðmm
kjötgreinum, botnlaust verðstríð vegna offramboðs og ósamstöðu á markaði, en hins
vegar er gæðaímynd nautakjöts ekki í lagi. Hér er um vítahring að ræða: Óviðunandi
verð dregur úr gæðahvata hjá bændum; gæðavitund skortir á vinnslu- og sölustigi, og
neytendur treysta ekki vömnni, sem dregur úr eftirspum og vinnur gegn verðhækkun.
Það er brýnt að gera samstillt gæðaátak á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og sölu,
en samtímis verður að taka upp stuðning við þessa framleiðslu. Það er óeðlilegt og í
ósamræmi við það, sem tíðkast í nágrannalöndum okkar, að styrkja sauðfjár- og
mjólkurframleiðslu eins og gert er, en nautakjötsframleiðslu ekki neitt. Þetta er til
lengdar hættulegt gagnvart þróun kjötmarkaðarins. Að því gefnu, að hér verði
markvisst tekið á, getur þessi framleiðsla náð sér á strik, aðallega með eldi kálfa frá
kúabúum en jafnframt í einhveiju mæli með eldi holdagripa til að auka breidd í
framboði og styrkja gæðaímynd. (Heildarsala haldist lítið breytt undanfarin ár).
Sauðfjárrækt
Þessi búgrein hefur öðm fremur einkennst af samdrætti síðasta aldarfjórðung vegna
minnkandi neyslu innanlands og afnáms útflutningsbóta fyrir 15 ámm. Bú með sauðfé
em nú alls 2210. Það er marklaust að tala um meðalstærð fjárbúa, vegna þess að þau
em á öllum stigum frá því að vera sérhæfð og yfir í að vera lítil aukageta með öðrum
búrekstri eða annarri atvinnu. T.d. em milli 400 og 500 bú með framleiðslu sem
nemur minna en 100 ærgildum. Fækkun búa á síðustu ámm hefur ekki skapað
teljandi nýtt svigrúm fyrir þá sem eftir em, vegna þess að markaðurinn hefur dregist