Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 70
68
saman og verð lækkað á öllum afurðum, og núverandi markaðsaðstæðum þarf ekki að
lýsa.
Sérhæfð fjárbú, sem bændumir byggja afkomu sína nær eingöngu á, em fá. Sem dæmi
vom bú með meiri framleiðslu en 7500 kg 304 á síðasta ári, og enginn vafi er á að í
framtíðinni verður sauðfjárbúskapur að miklu leyti rekinn sem hlutastarf, og þá veltur
þróunin á því hvaða önnur atvinnufæri tekst að skapa í sveitum og hvemig
atvinnuástand verður almennt ídreifbýlinu og byggðakjömum umhverfis landið.
Lagaumgjörð og stuðningsform á að miðast við, að sérhæfð bú geti þróast þar sem
aðstæður til “stórbúskapar” em fyrir hendi og önnur tækifæri takmörkuð, en jafnframt
að bjóða upp á fjárbúskap sem hliðargrein, eins og reyndar er í dag.
Engar forsendur em til að spá aukinni neyslu kindakjöts, heldur er líklegra að hún
dragist enn saman með tilliti til verðþróunar á hvítu kjöti og neyslumynsturs í öðmm
löndum, sem við drögum dám af. Þó er athyglisvert, að þrátt fyrir óraunhæft verðlag á
hvítu kjöti allt síðasta ár hélst neysla á kindakjöti nær óbreytt, sem e.t.v. gefur von
um, að botninum sé að verða náð. I dag er neysla á íbúa samkvæmt sölutölum milli 21
og 22 kg. Þótt allt sé þetta óvissu háð, er ekki út í hött að spá því, að
kindakjötsneyslan geti orðið hér um 6000 tonn, þegar þjóðin telur 300 þús. manns. Þá
er spumingin um önnur sóknarfæri, þ.e. sölu á erlenda markaði. Hér er óvissan enn
meiri, en nú er unnið að markaðsöflun á nokkmm stöðum með mun markvissari hætti
en áður, og verðmætur árangur hefur þegar náðst, sem við hljótum að binda vonir við.
Nokkur ár munu líða, áður en fullreynt er, en það er raunhæft markmið að geta flutt út
1500-2000 tonn á ári á viðunandi verði innan fimm til sjö ára.
Hvað WTO-skilyrði varðar, er ekki ástæða til að ætla, að skilyrði sauðfjárræktarinnar
þurfi að þrengjast á næsta áratug af þeim sökum
Svína- og alifuglarœkt
Þessar greinar hafa aukið kjötframleiðsluna gríðarlega á síðasta áratug. Á sama tíma
hafa þær að mestu þjappast saman í örfá stór fyrirtæki, flest í kringum stærsta
þéttbýlið. Meirihluti kjúklingaframleiðslunnar er á hendi tveggja aðila,
eggjaframleiðslunnar annarra tveggja aðila, og framleiðendur svínakjöts em nú færri
en 20 og þar af þrír með vel yfir helming framleiðslunnar?
Tækni- og kynbótaframfarir hafa verið feiknalegar og skilað mikilli kostnaðarlækkun,
en offramleiðsla og botnlaust verðstríð að undanfömu hefur urið að mestu upp eigið fé
í þessari kjötframleiðslu, þannig að staðan er mjög erfið, og nú em blikur á lofti á
eggjamarkaðnum.
Framtíðin mun ekki snúa samþjöppuninni til baka, a.m.k. ekki í bráð. Þó er líklegt að
umhverfis- og heilbrigðisaðstæður muni að hluta móta þróun þessara búgreina; t.d. er
þegar farið að dreifa kjúklingaeldi á fleiri og smærri einingar til að hafa betri stjóm á
heilbrigðisþáttum.
Þótt framleiðslukostnaður hafi lækkað mikið, eins og áður var getið, em líkur á að
minnkandi tollvemd muni setja enn stífari kröfur á svína- og alifuglarækt í
framtíðinni, auk þess sem það mun taka tíma fyrir greinamar að jafna sig eftir tapið að
undanfömu.
1