Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 71
69
Garðyrkja
Grundvallarbreyting varð á starfsskilyrðum garðyrkju, einkum ylræktar með
aðlögunarsamningnum, sem gerður var við ríkisvaldið fyrir tveim árum. Hann fólst
einkum í almennri tollalækkun og afnámi tolla á tómata, gúrkur og papriku, en í
staðinn komu beingreiðslur á þessar tegundir. Þótt reynslan sé ennþá stutt, bendir flest
til að breytingin hafi heppnast hvað það varðar að viðhalda tekjum framleiðenda, en
þó hefur orðið mikill samdráttur í framleiðslu á papriku. Hér gætir sömu tilhneigingar
og í öðrum greinum, að einingamar stækka og þeim fækkar, en einn liður í
aðlögunarsamningnum var að bjóða fé til úreldingar á gróðurhúsum til að greiða fyrir
hagræðingu. Tækniþróun er umtalsverð á ýmsum sviðum, t.d. í raflýsingu.
íslenskar garðyrkjuafurðir, bæði blóm og matjurtir, deila markaðnum með innfluttum
afurðum, njóta mismikillar tollvemdar en búa við stöðuga samkeppni. Staða þeirra er
góð hvað snertir gæðaímynd, en það er og verður ævarandi viðfangsefni að treysta
markaðsstöðuna, ekki síst með því að aðgreina betur innlendu framleiðsluna frá þeirri
innfluttu. Þá er líklegt að uppmnamerking og lífræn ræktun geti að einhveiju marki
aukið hlut íslenskra afurða.
Aðrar búgreinar - fjölbreyttari atvinnuþróun
Hér að framan hefur verið farið nokkmm orðum um þær búgreinar, sem eiga sitt undir
matvælamarkaðnum. Em þá ótaldar ýmsar greinar svo sem hrossarækt, loðdýrarækt,
skógrækt og ferðaþjónusta bænda, en þessar greinar róa á öðmvísi mið, þótt
kjötframleiðsla sé vissulega hliðargrein hrossaræktarinnar.
“Matvælabúgreinamar” takmarkast í öllum meginatriðum við innlenda markaðinn,
sem er lítill og vex hægt, þótt í einstökum tilvikum eygjum við sóknarfæri erlendis, og
auðvitað geta aðstæður breyst þannig að útflutningsmöguleikar vaxi. Þannig er ekki
ólíklegt, að nýr fríverslunarsamningur við Færeyjar veiti ný tækifæri.
Engu að síður er ljóst, að mannaflaþörf í fyrmefndum greinum mun halda áfram að
minnka. Landbúnaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í viðhaldi dreifðrar búsetu, og
því hlýtur landbúnaðarstefnan að leggja þunga áherslu á að leita nýrra færa til að
mæta samdrættinum og helst að snúa þróuninni við. Þá er eðlilegt að horfa fyrst til
þess sem við höfum og byggja á þeim gmnni.
Hrossarœkt og hestamennska gegna fjölþættu hlutverki í atvinnu- og verðmætasköpun
dreifbýhsins og þjóðfélagsins alls og eiga sér vaxtarmöguleika. Þótt erfitt sé að meta í
tölum umfang þessara greina, blasir mikil uppbygging víða við, tamningastöðvar og
hestaleigur og búgarðar, sem draga að sér fólk og fjármagn úr þéttbýli og jafnvel
erlendis frá og færa nýtt líf í umhverfi sitt. Markaður fyrir reiðhross er til staðar bæði
hér heima og erlendis, en hann er æ kröfuharðari um gæði og eiginleika hrossanna, og
við því verður að bregðast með markvissri ræktun og vandaðri tamningu. Einungis á
þann hátt verður hægt að auka tekjur hrossaræktenda, sem því miður eru allt of litlar
hjá of mörgum. En þáttur hestsins í ferðaþjónustu skiptir ekki minna máli og vex
stöðugt, og einnig má nefna þann möguleika að nota hesta við þjálfun og dægradvöl
fatlaðra bama og unglinga, sem sumir hafa reynt með góðum árangri.
Hér á landi em náttúmleg skilyrði til að stunda loðdýrarœkt, en greinin er
sveiflukennd og áhættusöm, eins og reynslan sýnir. Ræktuninni fleygir fram, en dýr
fóðuröflun er helsti Þrándur í Götu. Ný viðhorf og hertar reglur um eyðingu úrgangs
gætu skapað möguleika til hagkvæmari fóðurgerðar, ef samstarf tekst um að