Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 72
70
fóðurstöðvar fái greitt fyrir að umbreyta úrgangi frá matvælaiðnaði í loðdýrafóður í
stað þess að urða hann með æmum kostnaði. Þetta væri þjóðþrifamál og þarf að kanna
til hlítar. Náist viðunandi árangur í fóðurframleiðslunni, má vel ætla, að loðdýraræktin
geti skaffað einhver hundmð starfa í framtíðinni. Þótt útbreiðsla bleikjueldis hjá
bændum hafi orðið minni en vonir stóðu til, er sjálfsagt að halda þeim möguleikum til
haga.
Skógrækt hefur fest sig í sessi sem búgrein, og engin teikn em um annað en þar verði
vöxtur áfram. Stakkaskipti urðu með lögum um skógræktarverkefni í öllum
landshlutum, og pólitískur vilji er til að styrkja þessa þróun. Ríkið veitir í ár um 425
m. kr. til þessara verkefna, og ætla má að u.þ.b. 90% af þeirri fjárhæð skapi
launatekjur á landsbyggðinni við plöntuframleiðslu, stjóm og skipulag verkefna og
gróðursetningu hjá bændum. Það má áætla að séu á annað hundrað ársverk, en bændur
sem taka þátt í þessu starfi fá allt frá hálfs mánaðar launum og upp í þrjá til fjóra
mánuði. Skógrækt er langtíma verk, og engin leið er að spá fyrir um hvaða tekjum
skógarhögg og timburvinnsla muni skila í framtíðinni, en tilgangurinn er fjölþættari,
og skógræktin mun án vafa einnig skila óbeinum tekjum með því að auðga umhverfið
og skapa skilyrði til annarrar starfsemi, og t.d. er sérhæfð ræktun jólatrjáa nánast
óplægður akur hér. Þá em sterkar líkur á, að kolefnisbinding geti orðið sjálfstætt
markmið og hleypi nýjum krafti í skógræktarstarfið.
Ef við gefum okkur, að þeir straumar sem nú móta landbúnaðarstefnu í Evrópu, muni
einnig hafa áhrif á pólitíska stefnumótun hér á næstu ámm, er líklegt að opinberum
framlögum verði í meira mæli veitt til landgrœðslu og hvers kyns landbótastarfa svo
og til varðveislu landslags og náttúrufyrirbæra. Kolefnisbindingin getur einnig komið
til. Hundmð bænda em nú þegar virkir þátttakendur í landgræðslu, en flestir án þess
að hafa af því vemlegar tekjur aðrar en þær sem landbætumar skila. A þessu sviði em
möguleikar til að færa bændum mörg ný starfstækifæri, sem almenn sátt getur ríkt um.
Hlýnandi loftslag getur gjörbreytt hér öllum ræktunarskilyrðum á næstu áratugum, ef
spár um slíkt ganga eftir. Kornrœkt er hér þegar í þróun, að mestu án opinberra
styrkja, en möguleikamir kunna að margfaldast, og fyrir því eigum við að vera
vakandi og hugleiða í alvöm, hvort ekki sé rétt að virkja hluta af stuðningi
landbúnaðarins til þess að efla innlenda fóðurframleiðslu. Merkileg tilraun á sér nú
stað hjá fyrirtækinu ORF-líftækni með ræktun á erfðabreyttu byggi til framleiðslu
verðmætra próteinefna. Gangi þetta upp, opnast alveg nýir möguleikar fyrir byggrækt
sem sjálfstæða búgrein, og kannski verður sú þróun hvort sem er.
Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein, sem hraðast vex í heiminum í dag, og vöxtur
hennar er einnig ör hér á landi. Bændur hafa þegar haslað sér völl á þessu sviði, og
e.t.v. má segja að ekki hafi betur til tekist á liðnum ámm með nokkra atvinnuþróun
tengda landbúnaði. Félagar í Ferðaþjónustu bænda em nú um 120, og bjóða þeir upp á
3200 uppbúin rúm og um 70 sumarhús. Um það bil helmingur þeirra stundar jöfnum
höndum búskap. í fyrra vom gistinætur hjá þessum bændum um 450 þúsund, sem
nemur u.þ.b. þriðjungi af gistinóttum á landsvísu. Þróun fjölbreyttrar afþreyingar og
lenging ferðamannatímans era helstu viðfangsefni til frekari þróunar, og í sumum
landshlutum era vannýtt sóknarfæri.
Eitt af því sem ná þarf fram fyrir ferðaþjónustuna og reyndar bændur, óháð því hvort
þeir bjóða gistingu eða em með veitingarekstur, er að þeir geti, með eðlilegum
skilyrðum, stundað heimavinnslu afurða sinna og selt gesmm við bæjardyr, eins og
víða þekkist í Evrópu. Þetta gæti skapað ýmsum aukatekjur og væri þess utan
I