Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 73
71
mikilvægur liður í að styrkja tengsl bæja og sveita; mundi auka fjölbreytileika í
framboði afurða og efla markaðsvitund bændanna.
Fjöldi þéttbýlisbúa sækir nú í sveitimar, ýmist til skemmri dvalar eða fastrar búsetu og
stundar þaðan vinnu. Fjarskiptatæknin gerir mörgum þeirra kleift að sinna vinnu sinni
í sveitinni. Þessi þróun mun halda áfram, og mun veita færi til að bjóða fram og selja
þessu fólki fjölbreytta þjónustu, auk þess sem sveitfólkið sjálft getur nýtt sér sömu
möguleika og sótt fram í ýmsum greinum, sem nýta tölvutækni og Intemet. Vistun
bama, sem af einhveijum ástæðum flosna upp frá fjölskyldum sínum, er þegar orðin
að atvinnugrein í sveitum með góðum árangri og mun áreiðanlega vaxa áfram.
Þá er ótalin nýting hvers kyns hlunninda, s.s. veiði í ám og vötnum, sala veiðileyfa,
dúntekja, reki o.fl. sem ekki verður talið. Allt er þetta stundað og færir mörgum
drjúgar tekjur, og á þessum sviðum þarf að vaka yfir öllum möguleikum.
Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í þessum hugleiðingum, en það er óhjákvæmilegt, þegar
við fjöllum um stöðu landbúnaðarins og sjáum fram á fækkandi störf við hefðbundna
búvöruframleiðslu, að draga fram og leggja áherslu á aðra möguleika, sem sveitimar
búa yfir. í störfum okkar verður það vaxandi þáttur að örva nýja atvinnuþróun í
sveitum landsins.
Viðbrögð fagþjónustunnar
Við höfum leitt að því rök, að búvöruframleiðslan muni á næstunni þurfa að keppa í
vaxandi mæli um hylli neytenda við innfluttar vörar. Jafnframt að sú samkeppni ásamt
tækniþróun og kröfum um betri kjör og lífsskilyrði almennt, muni fækka störfum við
hefðbundna búvöraframleiðslu.
Hvemig geta fagstofnanir landbúnaðarins bragðist við þessum viðhorfum, annars
vegar til styrktar búvöruframleiðslunni og hins vegar til fjölþættari atvinnusköpunar?
Auðvitað era þetta ekki ný viðfangsefni, og ekki má skilja orðin svo, að þeim hafi
ekki verið sinnt, en örari breytingar atvinnuvegarins gera enn stífari kröfur til
fagþjónustunnar.
Hvað menntun bændanna varðar, þarf jöfnum höndum að leggja áherslu á almenna
menntun og öfluga fagmenntun, og e.t.v. er lykilorðið aðlögunarhæfni þeirra. Enginn
menntast nú í skóla í eitt skipti fyrir öll, og grannmenntunin þarf ekki síst að miða að
því að gera nemenduma hæfa til að tileinka sér nýja þekkingu og ný vinnubrögð, sem
síðan er fylgt eftir með fjölbreyttu úrvali fagnámskeiða, þ.e. símenntun. Þróunin í
skólunum er vissulega í þessa átt og endurmenntun orðin stór þáttur í starfi þeirra. Er
ekki ástæða til að taka upp kennslu í “framkvöðlafræði” og leggja enn meiri áherslu á
rekstrarfræði? Þá ljúka of fáir búfræðinámi til að sjá fyrir eðlilegri endumýjun
stéttarinnar. Háskólanámið er að þróast til aukinnar fjölbreytni, en við höfum þörf
fyrir fleira vel menntað fólk á ýmsum sviðum búfræðinnar.
Rannsóknir og ráðgjöf þarf að samþætta enn meir en nú er og beina kröftunum að því
að:
(a) minnka kostnað og auka tekjur,
(b) bœta gœði, tryggja hreinleika og heilbrigði og skilgreina sérstöðu ajurðanna,
(c) bæta vinnuumhverfi,
(d) stuðla að bestu landnýtingu og
(e) finna ný tækifœri íframleiðslu og úrvinnslu og fjölbreyttari atvinnusköpun.