Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 74
72
Við höfum takmarkað svigrúm til kostnaðarsamra grunnrannsókna og hljótum því að
leggja mikla áherslu á vöktun erlendrar vísindastarfsemi og yfirfærslu þekkingar, en
beina okkar kröftum fyrst og fremst að séríslenskum aðstæðum, þótt vísindamenn
okkar verði einnig að hafa frelsi í verkefnavali.
Hér eru ekki efni til að tíunda einstök rannsóknar- og þróunarverkefni, en af mörgu er
að taka. Jarðræktartækni, plöntuval og kynbætur og hvers kyns rannsóknir, sem
beinast að ódýrari, betri og öruggari fóðuröflun eða fóðri og beit, sem býður upp á
fjölbreyttara framleiðslumynstur, verða ofarlega í forgangsröð. Sama gildir um
búfjárkynbætur, sem stuðla að aukinni afurðasemi, heilbrigði og bættum
afurðagæðum. í öllum kynbótum blasir við, að við þurfum að tileinka okkur aðferðir
líftækninnar, ef við ætlum að halda í við þróunina erlendis, en það krefst bæði
starfsþjálfunar og meiri fjármuna. Danska leiðbeiningarþjónustan ætlar að mæta
fyrirsjáanlegu tekjutapi kúabænda með sérstöku átaki ráðunauta og dýralækna til að
bæta heilbrigði mjólkurkúa og minnka lyfjanotkun. Lenging sláturtíma og staðlaðri
framleiðsla virðist vera forsenda fyrir árangri í útflutningi lambakjöts, og við þurfum
að ná betri tökum á fóðrun sláturlamba. Vöruþróun og stöðlun er verkefni, sem
rannsóknamenn og afurðastöðvar þurfa að vinna saman að. Ódýrari byggingar með
góðri vinnuaðstöðu em lykilatriði fyrir hagkvæmni allra búfjárgreinanna, og svona
mætti lengi telja.
Harðnandi samkeppnisheimur bændanna leiðir til þess að þeir gera enn ríkari kröfur
til fagþjónustu sinnar. Ráðgjafarþjónustan verður að styrkja sig með aukinni
sérhæfingu, sem einungis næst fram með því að starfrækja fáar
leiðbeiningamiðstöðvar í nálægð og nánu samstarfi við rannsóknastarfið.
Einstaklingsþjónusta við bændur verður í vaxandi mæli seld á kostnaðarverði, sem
mun enn skerpa kröfur um gæði og skilvirkni þjónustunnar.
Með hliðsjón af fyrirsjáanlegri þróun sveitanna með vaxandi hlutdeild annarrar
starfsemi en búvöraframleiðslu, vaknar sú spuming, hvemig fagþjónustan og
einstakar stofnanir eiga að mæta þessari þróun og þjónusta mismunandi viðfangsefni.
Að hve miklu leyti eiga fagstofnanir landbúnaðarins að færa kvíamar út fyrir
búfræðisviðið, og í hvaða mæli á að leita til annarra aðila, sem þegar era til staðar. í
dag reka Bændasamtökin og búnaðarsamböndin búfræðileiðbeiningar fyrir bændur,
Skógrækt ríkisins og skógræktarverkefnin þjónusta skógarbændur og era með nokkrar
starfsstöðvar, Landgræðsla ríkisins hefur komið upp landshlutafulltrúum, og loks era
atvinnuþróunar- og ferðamálafulltrúar víða á vegum sveitarfélaga auk þátttöku
Byggðastofnunar.
Vissulega er margháttað samstarf milli allra þessara aðila, og sums staðar deila fleiri
stofnanir skrifstofuhúsnæði og ná þannig faglegum tengslum. Þó virðist augljóst, að
með því að skógrækt og landgræðsla era að færast æ meir á hendur bænda, þá beri að
færa ráðgjöf og skipulagsvinnu þessara greina enn þéttar að leiðbeiningamiðstöðvum
búnaðarsambandanna. Hitt orkar tvímælis, hvað BÍ og búnaðarsamböndin eiga að
ganga langt í almennri atvinnuráðgjöf fremur en að nýta sér þjónustu atvinnuráðgjafa
sveitarfélaganna. Farsælast virðist, að þessir aðilar taki upp skipulegt samstarf, og
sambýli er ákjósanlegast þar sem við verður komið.
Skipulag fagþjónustunnar er stöðugt til umræðu og endurskoðunar. Nú er hafin vinna
á vegum landbúnaðarráðherra við samþættingu á starfsemi Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins undir einni stjóm, og hefur
ráðherra boðað, að þetta sé fyrsta skrefið í að færa frekar saman rannsóknir, kennslu
J