Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 81
79
Styrkur fosfórs í sýnunum var óverulegur, af 149 sýnum voru 94 undir
greiningarmörkum, þau 55 sýni sem höfðu eitthvert magn fosfórs virðast frá
stórviðradögum að vetri. Vitað er að styrkur P í jarðvegsvatni er ekki í samræmi við
magn fosfórs í jarðvegi, vegna sterkrar bindingar við jarðvegsagnir (Magdoff o.fl.
1999). Þegar litið er nánar á innbyrðis samband milli þátta í gagnasafninu kemur í ljós
að breytingar í styrk á Na, Ca og Mg fylgjast marktækt að (p < 0,001). Öll þessi
steinefni lækka einnig í styrk með vaxandi rennsli (p < 0,001). Breytingar á styrk K
virðist fylgja öðrum lögmálum en breytingar á styrk þess sýnir ekki marktæka fylgni
við áðumefndar jákvæðar jónir heldur við lífrænt N og fosfór. Ekki sést nein marktæk
fylgni milli rennslismagns og styrks K, S, lífræns N og P. Hins vegar em þeir þættir
sem aukast marktækt í styrk með vaxandi rennsli: nítrat ammóníum og heildar-N.
3. tafla. Útskolun efna af túnum á Hvanneyri maí 2001 - júní 2002 (kg ha'1 dag'1).
Tölfræði fosfórþátta er ekki reiknuð þar sem flest sýni reyndust undir
greiningarmörkum og aðeins tiltölulega fá yfir magngreiningarmörkum.
N Meðaltal Staðalfrávik Lággildi Hágildi
Kalsíum (Ca) 132 0,26 0,34 0,00 2,15
Magnesíum (Mg) 132 0,32 0,35 0,00 2,56
Kalí (K) 132 0,05 0,08 0.00 0,44
Natríum (Na) 132 0,31 0,37 0.00 2,22
Brennisteinn (S) 132 0,12 0,18 0.00 1,07
N03-N 120 0,02 0,06 0,00 0,46
nh4-n 120 0,01 0,06 0,00 0,55
Lífrænt N 120 0,008 0,02 0.00 0,16
Heildarköfnunarefni 132 0,04 0,11 0.00 0,98
Magntölur í afrennsli: Heildarútskolun allra efna eykst með vaxandi vatnsafrennsli,
einnig þeirra efna sem lækka í styrk með vaxandi vatnsmagni. Meðalútskolun
einstakra efna í kg ha"1 dag1 má sjá í 3. töflu, en línurit yfir útskolun samkvæmt
einstökum mælingum á 2 - 4 mynd.
Inn í gagnasafnið vegna rennslismælinga vantar tölur frá 22 janúar til 20 febrúar og
sést því eyða í útskolunarlínuritum á þeim tíma. Augljóst er af línuritunum að stærstu
útskolunarviðburðimir em bundnir við vetrarmánuðina, en sumrin einkennast af
lágum útskolunartölum og stöðugu rennsli (1. mynd). Þetta kemur ekki á óvart og í
góðu samræmi við það sem áður var vitað (Mengel og Kirkby 1987).