Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 88
86
Uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum
Ása L. Aradóttir1) og Guðmundur Halldórsson2)
V)Landgrœðslu ríkisins', 2)Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
Inngangur
Gróðureyðing og jarðvegsrof hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir stóran hluta
íslenskra vistkerfa. í úttekt Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslu
ríkisins á jarðvegsrofi (Ólafur Amalds o.fl. 1997) kemur meðal annars fram að
talsvert, mikið eða mjög mikið rof sé á um 40% landsins og að auðnir þekja um 20%
lands undir 400 m h.y.s. Áhrif þess á vistkerfi ná til ljölmargra þátta, svo sem plöntu-
og dýrasamfélaga, fmmframleiðni, vatnsbúskapar og frjósemi. Uppbygging
skemmdra vistkerfa er mikilvægur liður í því að þróa og viðhalda sjálfbærri nýtingu
lands (Whisenant 1999, Hobbs og Harris 2001).
Uppbygging vistkerfa er ferli sem fylgir lögmálum um framvindu. Uppgræðslu- og
skógræktaraðgerðir skapa ekki fullbúin vistkerfi heldur er hlutverk þeirra að hraða
framvindu vistkerfa og beina henni í ákveðinn farveg (Bradshaw 1987). Framvindu-
hraðinn á einhveiju tilteknu svæði getur verið afar misjafn, annars vegar koma tímabil
hraðra breytinga og hins vegar tímabil þar sem litlar sem engar breytingar era
sjáanlegar. Þá er stundum talað um að kerfið þurfi að komast yfir „þröskulda“ og til
þess að það geti gerst sé ekki nóg að aflétta því álagi sem olli skemmdunum (t.d. beit)
heldur þurfi að koma til viðbótaraðgerðir til að hjálpa framvindunni (Hobbs og Norton
1996). Dæmi um slíka þröskulda era óstöðugt jarðvegsyfirborð vegna frostlyftingar
eða rofs er gerir landnám plantna erfitt, lítil frjósemi jarðvegs eða skortur á fræi
tegunda sem numið geta land. Inngrip, í formi uppgræðslu- og skógræktaraðgerða,
geta hjálpað vistkerfum yfir þessa þröskulda, eins og til dæmis áburðargjöf til að örva
plöntuvöxt og fræframleiðslu, eða aðgerðir til stuðla að landnámi tegunda sem gegna
lykilhlutverki við framvinduna (Ása L. Aradóttir 1998).
Tilgangur uppgræðslu og skógræktaraðgerða getur verið afar fjölbreytilegur eftir því
hverjar era helstu þarfir fyrir landnotkun á viðkomandi svæði og hver stendur að
aðgerðunum. Sem dæmi um áherslur í landnýtingu má nefna beit, skógrækt eða
útivist. Umhverfissjónarmið vega oft þungt þar sem stefnt er að því að stöðva
jarðvegseyðingu og byggja upp aftur starfhæf vistkerfi á röskuðum svæðum. Til
dæmis er sóst eftir ávinningi af bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi, endurreisn
líffræðilegs fjölbreytileika og bættri vatnsmiðlun. Markmið aðgerðanna ráða miklu
um val á aðferðum, en einnig þarf að taka tillit til fleiri þátta, svo sem ástandi svæðis í
upphafi aðgerða, landslags, félagslegs og efnahagslegs samhengis (Whisenant 1999).
Skilningur á áhrifum mismunandi aðgerða á framvindu stuðlar að markvissara vali á
aðgerðum sem henta mismunandi markmiðum og aðstæðum.
Árið 1999 hófst rannsóknaverkefnið Landbót, sem hefur það markmið að kanna áhrif
mismunandi uppgræðslu- og skógræktaraðgerða á framvindu og „þjónustu“ vistkerfa
(Guðmundur Halldórsson o.fl. 2001). Rannsóknaverkefnið er samstarfsverkefni
Landgræðslu ríkisins, Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, Háskóla íslands og Suðurlandsskóga. Einn meginþáttur verkefnisins
era tilraunir með mismunandi lausnir við uppbyggingu vistkerfa á röskuðum svæðum
og áhrifum þeirra á framvindu og starfsemi vistkerfa. Um er að ræða tilraun sem
miðast við mjög breytileg markmið, allt frá því að stöðva rof og koma af stað
gróðurframvindu með lágmarksinngripum og yfir í það að samþætta landgræðslu- og
I