Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 97
95
WRB), en Andisol í bandaríska kerfinu (Soil Taxonomy). Á íslensku hefur þessi
jarðvegur m.a. verið kallaður Eldfiallaiörð. Þá hefur einnig verið stungið upp á
„Öskujörð“, „Brunajörð“ og „Gjóskujörð“. ..Sortuiörð“ hefur beina skírskotun til
alþjóðaheitisins Andosol, sem merkir dökk eða svört jörð (An-do á japönsku), og
kann því að vera heppilegasta hugtakið. Vandi er þó að íslensk mold er oft ljósari en
algengt er um jarðveg eldfjallasvæða og í nöfnum jarðvegsflokka í kerfí Rala er vísað
til litar {Brúnjörð og Svartjörð). Hér verða bæði heitin Eldjjallajörð og Sortujörð
notuð Andosol. Heitið ,jvlóajörð“ hefur margt til síns ágætis, en vísar þó til ákveðins
gróðurfars og þess að jarðvegurinn sé þurr, en hvorugt er raunin þegar litið er til
Eldfjallajarðar/Sortujarðar á alþjóðlega vísu. Hugtakið “Gjóskuiörð” verður notað
sem þýðing á Vitrisols, sem er hlutfallslega ómótaður jarðvegur í gjósku. Hafa ber í
huga að ætla má að nafngiftir fyrir íslenskan jarðveg eigi eftir að þróast mikið á næstu
árum. Umhverfissvið Rala hefur lagt áherslu á að festa ekki hugtök að sinni, heldur
reyna sem flest, en láta reynsluna skera úr um hvað hugtök eru heppilegust.
Sortujörð (Andosol) myndast fyrst og fremst þar sem gjóska er meðal móðurefna, en
það er þó ekki einhlítt. Sortujörð myndast einnig í basísk hraunlög og jafnvel í önnur
móðurefni við sérstök umhverfisskilyrði. En langstærstu svæðin þar sem Sortujörð er
í yfirborði eru gjóskufallsvæði.
Það sem gerir jarðveg eldfjallasvæða sérstakan er veðrunarumhverfið og nýmyndun
ákveðinna efnasambanda. Gjóskan veðrast hratt, hraðar en flest önnur móðurefni
jarðvegs, sem veldur því að jarðvegslausnin hefur háan styrk ýmissa jóna sem losna
við veðrunina, svo sem Ca2+, Mg2+, Al3+, Fe og Si (ýmis form). Efnaveðrun er m.a.
mjög hröð á íslandi vegna móðurefnanna (Sigurður R. Gíslason o.fl., 1996), en gjóska
veðrast því hraðar sem hún er basískari. Á1 og kísill sem losna við veðrunina falla út
með súrefni og hýdroxíð og mynda sérstakar leirsteindir sem eru einkennissteindir
Eldfjallajarðar/Sortujarðar: allófan, ímógólít og halloysít. Jámið fellur út sem
hýdroxíð sem nefnt er ferrihvdrít. Hinar jónimar, svo sem Ca, Mg, K, og Na skolast
að mestu úr jarðveginum, en hafa þó mikil áhrif á sýmstig hans. Allófan, ímógólít og
ferrihýdrít em ekki blaðsíliköt eins og annar leir sem myndast í jarðvegi (t.d. smektít
og kaolínít). Þetta em oft illa kristölluð efni, en það hefur vafíst fyrir vísindamönnum
að skilgreina þau til hlítar.
Annað aðaleinkenni Eldjjallajarðar/Sortujarðar er myndun sérstakra efnasambanda,
málm-húmus knivva (e: metal-humus complexes). Auk þess myndast efnatengi á
milli allófans og húmus efna. Það einkenni Sortujarðar að binda lífræn efni veldur
því að hún er lífrænni en annar jarðvegur að Mójörð (Histosol) undanskilinni. Allófan
myndast fyrst og fremst ef sýmstigið er hærra en 5. Ef sýmstigið er lágt kemur
myndun málm-húmus knippa í veg fyrir að allófan falli út, vegna þess að álið binst
lífrænum efnum (2. mynd). Ferrihýdrít er skærrauð jámsteind sem hefur mikil áhrif á
heildarlit jarðvegsins.
Steindimar, lífrænu efnin, knippin, og gjóskan gefa jarðveginum hina sérstaka
eiginleika, sem em notaðir til að auðkenna Sortujörð á heimsvísu (Andosol). Þessir
eiginleikar em einkennandi fyrir íslenskan jarðveg.