Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 105
103
Innlendar tegundir til landgræðslu og landbóta
Magnús H. Jóhannsson og Ása L. Aradóttir
Landgræðslu ríkisins
Inngangur
Meginmarkmið landgræðslu eru að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu,
koma í veg fyrir gróður- og jarðvegseyðingu og byggja upp á ný starfhæf vistkerfi. Að
auki tengjast landbætur gjaman umhverfissjónarmiðum eins og bindingu kolefnis í
gróðri og jarðvegi, endurreisn líffræðilegs fjölbreytileika og vatnsmiðlun, svo og
landnýtingarsjónarmiðum, eins og beitamytjum, skógrækt og útivist.
Mikilvægt er að haga landgræðsluaðgerðum þannig að markmið þeirra náist greiðlega
og á sem hagkvæmastan hátt. Landgræðsluaðgerðir miða ávallt að því að koma upp
varanlegri gróðurþekju og í flestum tilfellum er langtímamarkmiðið það að innlendar
tegundir verði ríkjandi í gróðrinum og að hann líkist sem mest náttúmlegum
gróðurlendum. Til að ná því fram þarf að skipuleggja aðgerðir þannig að þær stuðli að
landnámi innlendra plöntutegunda en einnig getur verið þörf á að flytja æskilegar
lykiltegundir inn á landgræðslusvæði.
Val á tegundum til landgræðslu og hlutverk þeirra
Landgræðsluaðgerðir fela ekki alltaf í sér flutning á plöntum og sáningu þeirra eða
gróðursetningu. Hinsvegar geta sáning og gróðursetning verið nauðsynlegur þáttur í
aðgerðum á svæðum þar sem náttúruleg gróðurframvinda er hæg, t.d. ef aðstæður fyrir
landnám em óhagstæðar vegna þess að jarðvegsyfirborðið er óstöðugt sökum rofs eða
frostlyftingar. Þar sem fræregn takmarkar gróðurframvindu getur verið æskilegt að
flýta framvindunni og stýra henni með því að koma á legg lykiltegundum sem hafa
mikil áhrif á umhverfi sitt og/eða em ríkjandi tegundir í þeim gróðurlendum sem
stefnt er á að mynda. Dæmi um slíkar tegundir em birki og víðitegundir sem skapa
skjól og hafa áhrif á snjóalög og vatnsbúskap, auk þess sem þessar tegundir em
ríkjandi í náttúmlegu kjarr- og skóglendi hér á landi. Einnig getur sáning eða
gróðursetning ýmissa innlendra tegunda á landgræðslusvæðum tengst markmiðum um
að auka líffjölbreytileika, einkum á svæðum þar sem gróður er fábreyttur og fræregn
takmarkað.
Við val á tegundum til uppgræðslu þurfa markmið uppgræðslunnar að vera skýr frá
upphafi, en taka þarf tillit til margra þátta. Hvert er ástand landsins sem á að græða
upp? Hverskonar vistkerfi er verið að búa til? Hver á starfsemi þess að vera? Hvaða
tegundir væm æskilegar? Fellur uppgræðslan að umhverfinu - landslaginu? Hvað er
hagkvæmt að gera? í kennslubók um viðgerð á skemmdum vistkerfum leggur
Whisenant (1999) áherslu á að notaðar séu innlendar tegundir þar sem því verður við
komið, en við val á tegundum þurfi að leggja til gmndvallar hvaða áhrif þær hafa á
aðrar tegundir og starfsemi vistkerfa, þol tegundanna gagnvart álagi og raski, hvort
hægt sé að fjölga þeim í einhveijum mæli og á hagkvæman hátt og möguleikum á
sjálfgræðslu.
Tegundir sem em notaðar í landgræðslu gegna mismunandi hlutverkum. Þekjutegund-
um og fóstmm er ætlað að bæta skilyrði fyrir landnám og vöxt æskilegra tegunda, en
yfirleitt er ekki ætlast til þess að þær verði ríkjandi í gróðurfari til lengri tíma
(Younkin and Martens 1987, Bradshaw 1997, Davy 2002). Til að draga úr rofi og