Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 106
104
bæta nærveður þarf tegundir með ofanjarðarhluta sem veita gott viðnám gegn vatni og
vindum, hafa sterk rótakerfi og helst þurfa þær að vera fljótar að komast á legg og
fjölga sér (Whisenant 1999). Sem dæmi hefur melgresi (Leymus arenarius) mest
verið notað hér á landi í þeim tilgangi að stöðva sandfok því melgresið veitir gott
viðnám gegn vindum, er með sterkt og djúplægt rótarkerfi og er þurrkþolið. Með
tímanum stöðvast sandfok og skjól myndast sem bætir möguleika annarra tegunda til
að nema land.
Trjá- og runnaplöntur hafa yfirleitt mikil áhrif á vaxtarskilyrði gróðurs í næsta
nágrenni. Þar sem umhverfisskilyrði eru erfið er talið að jákvæð áhrif þeirra á
nærveður og rakaskilyrði geti skipt meiru en neikvæð áhrif vegna samkeppni um ljós
(Holmgren o.fl. 1997). Belgjurtir og aðrar tegundir sem mynda sambýli við
niturbindandi örverur eru einnig mikið notaðar í landgræðslu vegna áhrifa þeirra á
fijósemi jarðvegs (Bradshaw 1997, Walker og del Moral 2003). Við val og notkun á
þekjutegundum, fóstrum og niturbindandi tegundum þarf að hafa í huga að þær mega
ekki vera of harðar í samkeppni við annan gróður, því þá geta þær hamlað æskilegri
framvindu og haft neikvæð áhrif á aðrar tegundir og búsvæði (Maron og Jefferies
1999). Ef tegundirnar hafa neikvæð áhrif á aðrar tegundir og búsvæði eða þær
samrýmast ekki langtímamarkmiðum varðandi gróðurfar landgræðslusvæða getur
verið kostnaðarsamt að hafa hemil á þeim og erfitt að losna við þær aftur (D’Antonio
og Meyerson 2002, Pimentel o.fl. 2000).
Innlendar eða innfluttar tegundir?
Á undanförunum árum hefur farið fram mikil umræða um innflutning tegunda og
vandamál samfara ágengum framandi tegunda bæði hér á landi (t.d. Auður Ottesen
1997) og á alþjóðavettvangi (t.d. Ewel o.fl. 1999, SCBD 2001). Til eru fjöldamörg
rlæmi erlendis frá um að tegundir sem upphaflega voru fluttar inn til nytja hafi orðið
ágengar og bæði skaðað lífríki stórra svæða og valdið gríðarlegu fjárhagslegu tjóni
(Pimentel o.fl. 2000, Mack og Lonsdale 2001). Þar sem eiginleikar sem einkenna
ágengar tegundir eru oft æskilegir hjá tegundum sem notaðar eru í landgræðslu, má
segja að talsverð hætta sé á að innfluttar landgræðslutegundir geti orðið ágengar.
Viðhorf til landgræðslu eru að breytast bæði innanlands og erlendis. Aukinn áhugi er
á endurheimt vistkerfa sem eru lík þeim upprunalegu og þar með er meiri þörf fyrir
staðarefnivið. Á alþjóðamælikvarða fer notkun staðarefniviðar vaxandi en notkun
kynbættra tegunda og þaulræktunar fer minnkandi.Ymsir kostir geta fylgt því að nota
efnivið sem er upprunninn nálægt notkunarstað, svo sem að tryggja viðhald á
staðbundnum líffjölbreytileika og að uppgræðslan falli vel að umhverfinu (Handel
o.fl. 1994). Staðarefniviður getur leitt til sambærilegs eða betri árangurs út frá
vistfræðilegum sjónarmiðum en innfluttar tegundir (Richards o.fl. 1998, Newman og
Redente 2001). Einnig má segja að með notkun staðarefniviðar sé dregið úr áhættu á
að notaðar séu tegundir sem síðar geta orðið ágengar og valdið vandræðum.
Ókostimir við innlendu tegundimar em hinsvegar þeir að fræ er yfirleitt ófáanlegt eða
dýrt að afla þess og hér á landi vantar þekkingu á tegundunum til að hægt sé að nota
þær á markvissan hátt í landgræðslu.
í mörgum tilfellum getur það hentað vel að sá þróttmiklum innfluttum tegundum sem
hægt er að kaupa fræ af í miklu magni á lágu verði. Yfirleitt gegna þessar tegundir því
hlutverki að mynda fljótt þekju og mikinn lífmassa en til að þjóna
langtímamarkmiðum uppgræðslu, verða þær jafnframt að víkja með tímanum svo að
innlendi gróðurinn fái tækifæri til að nema land. Ef sáðtegundimar koma í veg fyrir
J