Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 107
105
landnám innlenda gróðursins (mynda of þéttan svörð eða útiloka inngeislun sólar)
stuðla þær hins vegar ekki að æskilegri framvindu svæðisins. Notkun innfluttra
tegunda í landgræðslu á einkum við þar sem hún er í samræmi við markmið um
framtíðamýtingu viðkomandi svæðis, eða þar sem innlendar tegundir duga ekki við að
endurreisa starfsemi vistkerfa innan ásættanlegs tímaskala. Rannsóknir á gróðurfari
gamalla uppgræðslusvæða sem innfluttum grastegundum var sáð í sýndu að
sáðtegundimar hörfuðu með tímanum og innlendi gróðurinn tók við, en árangurinn
var þó háður umhverfisskilyrðum (Grétarsdóttir 2002).
Tegundanotkun í landgræðslu hér á landi
Landgræðsla ríkisins hefur nýtt sér innlendar tegundir í landbótastarfi allt frá stofnun
Sandgræðslu ríkisins 1907. Melgresi var fyrsta tegundin sem nýtt var í einhverjum
mæli og var fræi safnað á strandsvæðum víða um land. Þá var allt fræ handskorið. I
dag er melfræi enn safnað af strandsvæðum, en vélar notaðar til verksins. Þurrkun og
verkun fræsins í Fræverkunarstöð Landgræðslunnar hámarkar nýtingu þess og mikil
þekking hefur orðið til í áranna rás um sáningu fræsins, fræspímn og vöxt plantnanna
ásamt þekkingu á nýtingu melgresis við heftingu sandfoks. Lengi var melgresið eina
tegundin sem nýtt var við landgræðslu og vissulega stendur það öðmm grösum framar
hvað varðar heftingu fok og þols gegn áfoki. Líkt og melgresið, gætu aðrar innlendar
tegundir orðið okkur að gagni við endurheimt vistkerfa.
Ekki er alltaf svo að nýting á innlendum gróðri feli í sér fræframleiðslu eða
plöntuframleiðslu í stómm stíl. Ein algengasta landgræðsluaðgerðin undanfarin ár
hefur verið að bera áburð á gróðurlítið land til þess að styrkja þann gróður sem fyrir er
og auka gróðurþekju og uppskem. Slíkar aðgerðir geta skilað prýðilegum árangri
(Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1991, Elmarsdóttir o.fl. 2003, Ása L. Aradóttir og
Guðmundur Halldórsson 2004) en hann er þó háður því hversu mikið er fyrir af gróðri
á viðkomandi svæði og í næsta nágrenni. Einnig er hægt að auðvelda innlendum
tegundum að nema land í nágrenni við náttúralegar eða tilbúnar fræuppsprettur (Ása
L. Aradóttir 1998).
Landgræðsluflóran hefur til þessa verið frekar fábreytt en á undanfömum áratugum
hafa ýmsar innfluttar tegundir verið notaðar til landgræðslu með ágætum árangri. Þar
má helst nefna alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) og beringspunt (Deschampsia
beringensis) sem báðar hafa verið ræktaðar til frætöku hér á landi. Aðrar tegundir s.s.
rauðvingull (Festuca rubra), vallarsveifgras (Poa pratensis) og rýgresi (Lolium
multiflorum) hafa verið fluttar inn í miklum mæli til landgræðslu en nánast ekkert
verið ræktaðar til frætöku hér á landi. Nokkuð hefur verið flutt inn af öðmm
tegundum, en í miklu minna mæh en áðumefndar tegundir.
Fyrir utan melgresið hefur frærækt innlendra tegunda verið takmörkuð, en lítillega
hefur verið ræktað fræ af snarrótarpunti (Deschampsia caespitosa) og aftur er hafxn
frærækt af íslenskum túnvingli (Festuca richardsonii) eftir nokkurra ára hlé.
Seint á níunda áratug 20. aldarinnar hófust rannsóknir á birki (Betula pubescens) með
hliðsjón af notkun þess í landgræðslu (Sigurður H. Magnússon og Borgþór
Magnússon 1990, Aradóttir 1991) og síðar var farið af stað með átak í rannsóknum á
innlendu víðitegundunum (Ása L. Aradóttir o.fl. 1999, Kristín Svavarsdóttir 2004).
Þekking á þessum tegundum hefur því stóraukist og fer notkun þeirra í landgræðslu
vaxandi.