Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 110
108
Innlendar belgjurtir, valkostur í landgræðslu.
Jón Guðmundsson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Inngangur
Innlendu belgjurtimar mynda breiðan valkost í landgræðslustarfi og í landbúnaði. Þar
finnum við t.d. litauðgi og litablöndur (rauð og hvítsmári, umfeðmingur og vallerta,
vallerta og rauðsmári) og stórar og smáar tegundir sem spanna breiða vist og þær hafa
vaxið hér lengi og náð að aðlagast umhverfinu að einhveiju marki. Þær má nýta með
ýmsum hætti og það er þeim sameiginlegt að þær þurfa ekki níturáburð til að vaxa vel
og aðrar tegundir í nágrenninu njóta góðs af níturbindingu þeirra. íslensku
belgjurtimar em flestar af landnemagerð með nokkur sameiginleg einkenni en einnig
nokkur einkenni sem em ólík. Baunagras og hvítsmári kunna að henta sums staðar í
landgræðslu, vallertan, umfeðmingur eða giljaflækjan annars staðar. í landbúnaði má
hafa not af hvítsmára og umfeðmingi. Innlendar belgjurtir hafa verið vanmetnar í
landgræðslustarfi. Úr því má bæta ef hægt er að rækta af þeim fræ. Það ætti að vera
góður markaður fyrir fræ þessara tegunda.
Á undanfömum ámm hefur verið unnið að því að kanna nýtingu þessara innlendu
belgjurta. Allnokkrir erfiðleikar em á því að nýta þessar tegundir. Fræframleiðsla
þeirra var ekki þekkt og margt benti til að fræ nýttist illa. Styrkur fékkst frá Rannís til
þessara rannsókna. Rannsóknaverkefnið miðaði að því að leysa tvö meginvandamál í
nýtingu þeirra: Annað var nýtingfrœs, þar með talið fræverkun og sambýli örvera og
plöntu. Hitt var frœframleiðsla tegundanna, hlutverk frævara og hvenær fræ myndast.
Samantekt um innlendu belgjurtirnar
Áður hefur verið sagt frá helstu eiginleikum innlendu belgjurtanna (Jón
Guðmundsson, 1997) en hér verða helstu eiginleikar þeirra tíundaðir.
Hvítsmári og rauðsmári
Hvítsmári (Trifolium repens) er útbreiddur um allt land og er víða öflugur
níturbindari. Á RALA hefur verið valinn stofn til fræræktar. Þessi smári er
smávaxinn og með mikið vetrarþol og sker sig þannig frá þeim stofnum sem tiltækir
em á markaði (Áslaug Helgadóttir, 1997). Innlendur hvítsmári er þekktur að því að
mynda lítinn blómasafa og er einnig með kerfi til að taka blómasafann upp aftur inn í
fmmumar. Hann hefur því lítið aðdráttarafl fyrir frævara. Lítil áhersla virðist vera
lögð á kynæxlun (Kristján Kristjánsson, 1994). Til að frævun heppnist þarf hún helst
að gerast innan 5 daga frá blómgun og hvítsmárinn er þess vegna háður því að margar
flugur séu á svæðinu þegar hann blómstrar.
Innlendur rauðsmári (T. pratense) er til en vegna skorts á frævuram hefur hann ekki
náð að breiðast út í náttúmnni, en tegundin er háð frævumm með langa tungu, og þá
frævara hefur skort til skamms tíma.
Baunagras
Baunagras (Lathyrus japonicus) tilheyrir fmmstæðari (landnemahluta) hluta Lathyrus
ættkvíslarinnar (Orbus hluti). í þann flokk fellur einnig mýraertan (L. palustris), en í
þróaðri hluta ættkvíslarinnar (Pratensis hluti) er vallertan (L. pratensis). Baunagras
breiðist einkum út með jarðrenglum. Sem og aðrar strandplöntur er baunagrasið
J