Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 115
113
Belgjurtimar eru ofurseldar sömu náttúrakröftum og aðrar tegundir. Þegar tegundimar
færast norður í eins stutt sumar og þær ráða við verður fræmyndunin mest
takmarkandi þáttur og til að ráða við enn styttra sumar þarf að stytta
fræþroskunartímann. Hér hefur frævunarhraði mikið að segja og afar mikilvægt er að
frævun verði strax og blómið er tilbúið. Ef blómið frævist ekki innan fárra daga deyr
það og plantan þarf að mynda nýtt blóm. Hér á landi hefur lítið verið af frævuram.
Frœvarar
Hunangsflugur og býflugur era mikilvægustu frævarar belgjurta. Hér á landi era
engar býflugur og hunangsflugur era ekki algengar. Hunangsflugur heimsækja að
mestu sömu plöntutegundina aftur og aftur (Teras 1976) og fljúga víða og era því
drjúgir frævarar þegar plöntur vaxa dreift.
Nokkuð hefur verið fylgst með frævun belgjurtanna giljaflækju, umfeðmingi,
hvítsmára og vallertu á Rangárvöllum. í ljós hefur komið að aðeins einn frævari er
áberandi á svæðinu og er þar um hunangsfluguna húshumlu, Bombus lucorum að
ræða. Þessi frævari frævar allar tegundimar nema vallertuna. Sú tegund myndar
sjaldan fræ á Rangárvöllum. Nokkuð bar á því að B. lucorum biti gat á blóm
vallertunnar en það að blóm séu bitin getur leitt til þess að smá skordýr komi í blómið
og frævi það. Á Rangárvöllum er einnig önnur hunangsfluga, B. jonellus, Hún er
minni en B. leucorum og ræður ekki við að fræva djúp blóm.
Talið er að B. lucorum hafi komið til landsins á síðari hluta 20 aldar (Guðmundur
Halldórsson o. fl. 2002 ). Fram að þeim tíma má búast við að frævun giljaflækju hafi
verið stopul. Ef þetta er rétt skýrir það hina tiltölulega takmörkuðu útbreiðslu
giljaflækjunnar, sem virðist eiga vel heima hér á landi og binda meira nítur úr lofti en
flestar aðrar belgjurtir í úthaga.
Vert er að hafa í huga að skordýrategundum hefur fjölgað mikið hér á landi á síðustu
árum, og má búast við að sú þróun haldi áfram og hingað komi góðir frævarar. I ferð
um Noreg sumarið 1992 sást vallerta þar alls staðar í fræi á sama tíma og hvítsmárinn.
Þar er greinilega fluga sem frævar vallertuna, en þá flugu vantar enn hér.
Að hjálpa frævurum
Hunangsflugur era háðar talsverðu framboði á frjókomum, sérstaklega fyrst á vorin
þegar þær era að byggja upp búin. Þess vegna er mikilvægt að í næsta nágrenni við
ræktunarsvæðin séu plöntur sem bera mikið fijó snemma á vorin.
Af ofangreindu er ljóst að frærækt þeirra tegunda sem era háðar skordýrafrævun er
best að koma fyrir á einum stað þar sem hægt er að byggja upp öflugan stofn frævara.
Frævarar gætu byrjað á því að heimsækja víðitegundir í maí, giljaflækju í júlí,
umfeðming og hvítsmára í ágúst. Það er í samræmi við það sem aðrir hafa séð (t.d.
Teras, 1976).
Til að prófa hvort aðrar plöntur en belgjurtir gegndu hlutverki í að auka fjölda
hunangsflugna vora þrjú tilraunasvæði á Rangárvöllum og Óseyrin í Ölfusi skoðuð
sérstaklega. Svæði þessi era frekar tegundafá en þó era þar bæði vor- og
sumarblómstrandi tegundir. Af vorblómstrandi era víðitegundimar loð- gras- og
gulvíðir algengar, svo og brjóstagras, músareyra melablóm og lambagras. Algengar
sumarblómstrandi tegundir era blóðberg undafíflar og geldingahnappur.