Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 118
116
Illgresi í landbúnaði
Guðni Þorvaldsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Inngangur
Illgresi, sjúkdómar og meindýr valda miklum skaða á nytjagróðri um allan heim bæði
með því að rýra uppskeruna og skemma. Hér á landi höfum við orðið fyrir minni
búsifjum vegna þessa en margar aðrar þjóðir, m.a. vegna hnattstöðu okkar, fjarlægðar
frá öðrum löndum og búskaparhátta. Breyttir búskaparhættir og meiri samskipti við
önnur lönd hafa þó orðið til að meira ber á þessum vandamálum nú en áður. Með
tilkomu kom- og grænfóðurræktar og aukinnar endurvinnslu túna hefur illgresi orðið
mun algengara en áður var í íslensku ræktunarlandi og nokkrir sjúkdómar hafa numið
hér land. Hlýindi undanfarinna ára hafa einnig ýtt undir þessa þróun. Þetta er þróun
sem að öllum líkindum heldur áfram og til hennar þarf að taka vaxandi tillit í
framtíðinni.
Þegar litið er til flórunnar í heild em það tiltölulega fáar tegundir sem geta
talist skæðar sem illgresi. Fáar tegundir þrífast í samkeppni við nytjaplöntumar við
venjuleg skilyrði. Plöntur geta talist illgresi af ýmsum ástæðum. Fyrst ber að telja
plöntur sem keppa við nytjaplöntumar um vaxtarþætti (næringu, ljós, vatn o.fl.).
Sumar plöntur em eitraðar fyrir menn og skepnur og spilla uppskemnni ef þær komast
saman við hana. Aðrar geta valdið erfiðleikum við uppskerustörf eða geymslu á
uppskemnni. Enn aðrar valda sjónmengun o.s.frv.
Mörkin milli illgresis og nytjaplöntu em ekki alltaf glögg. Sama plantan getur
ýmist verið nytjaplanta eða illgresi eftir því hvar hún vex og hvenær. Olíurepja er t.d.
ræktuð sem nytjajurt en fræ af henni sem lendir í jarðveginum getur orðið illgresi árið
eftir þegar önnur tegund er ræktuð í akrinum.
í þessari grein verður fjallað um ýmsa þætti sem hafa þarf í huga í baráttu við
illgresi í landbúnaði hér á landi.
Tjón af völdum illgresis
Tjón af völdum illgresis er afar breytilegt eftir aðstæðum. í sumum tilvikum
eyðileggst uppskeran alveg en í öðram tilvikum er tjónið ekkert. Forsenda þess að
illgresi geti valdið tjóni er að illgresisfræ sé í jarðveginum. í nýbrotnu landi er yfirleitt
lítið af slíku fræi en mikið í landi með langa ræktunarsögu. Þar sem mikið illgresisfræ
er til staðar ræðst það af fjómm höfuðþáttum hvort illgresið veldur miklu eða litlu
tjóni. í fyrsta lagi af því hvaða tegundum nytjaplantna er sáð, tegundimar em
misjafnlega í stakk búnar til að keppa við illgresið. í öðm lagi af því hvemig staðið er
að verki við ræktun, jarðvinnslu og sáningu. í þriðja lagi af því hvort einhverjum
beinum aðgerðum er beitt gagnvart illgresi, t.d. úðun eða eyðingu með öðmm hætti. I
fjórða lagi af veðurfari, ekki síst fyrstu vikumar eftir sáningu. Við getum því haft
mikil áhrif á framvindu illgresis í ökmnum.
Sumarið 2003 vom áhrif úðunar með illgresiseyðum mæld í tilraunum með
bygg. Eyðamir Herbaprop (3 lítrar á ha) og Herbamix (5 lítrar á ha) vom notaðir. í
tilraun sem gerð var á Korpu fékkst einungis 270 kg/ha meiri uppskera af komi af
reitum sem höfðu verið úðaðir samanborið við reiti sem ekki vom úðaðir (Margrét
Guðrún Ásbjömsdóttir, 2004). í Miðgerði í Eyjafirði var munurinn mun meiri eða
1470 kg/ha (Jarðræktartilraunir, 2003).
J