Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 120
118
Það er breytilegt eftir aðstæðum hvaða tegundir verða vandamál í ræktun. Það
fer m.a. eftir því hvaða tegundir eru til á staðnum, jarðvegi, rakastigi, legu landsins og
síðast en ekki síst því hvað verið er að rækta. Það er t.d. allt annars konar illgresi í
gömlu túni en komakri. Þá hefur það áhrif hvemig staðið er að illgresiseyðingu eða
vömum. Sumar aðferðir og sumir illgresiseyðar vinna betur á einni tegund en öðmm.
Dvali og spírun illgresisfræs
Fræ sumra tegunda getur lifað ámm saman í jarðveginum og þar getur því safnast
fyrir mikill fræforði. Fræ annarra tegunda lifir hins vegar aðeins í stuttan tíma og
viðhald tegundarinnar á staðnum er undir því komin að stöðugt berist ný fræ í
jarðveginn, jafnvel árlega. Umhverfið og eiginleikar fræsins ráða því hversu lengi það
liggur í dvala. T.d. spírar fræ sem liggur djúpt í jarðveginum miklu síður en það sem
em við yfirborðið. Jarðvinnsla getur örvað spímn fræs í fræforðabúri jarðvegsins. Loft
kemst niður í jarðveginn, fræhýði rispast og fræ koma úr dýpri lögum upp á yfirborðið
og við það aukast möguleikar þeirra á að spíra. Árstíminn skiptir einnig máli fyrir
spímn fræs. Fræ sumra tegunda spíra auðveldlega á vorin eftir kulda vetrarins en síður
á haustin eftir sumarhitann. Fyrir enn aðrar tegundir skiptir þetta engu máli.
Samkeppni illgresis og nytjaplantna
Þegar plöntur standa þétt saman verður samkeppni milli þeirra um vaxtarþættina,
einkum ljós, næringu og vatn. Þetta getur verið samkeppni milli plantna af sömu
tegund eða einstaklinga af mismunandi tegundum, t.d. illgresis og nytjaplantna. Því
þéttar sem plöntumar standa því fleíri deyja ungar vegna skorts á einhverjum
vaxtarþáttanna. Það skiptir miklu í samkeppninni að plöntumar séu fljótar af stað og
nái forskoti á hinar. Þetta gerist t.d. þegar þær em fljótar að spíra og vaxa hratt eftir
spímn. Þetta er lykilatriði í sambandi við illgresið. Nái illgresið að spíra á undan
nytjaplöntunum veitir það þeim miklu harðari samkeppni. Með ýmsum aðgerðum t.d.
þurrkun, kölkun, jarðvinnslu, sáðtíma, sáðmagni, sáningartækni, áburðargjöf,
áburðartíma o.fl. er hægt að bæta stöðu nytjaplantnanna á kostnað illgresisins og þar
með minnka þörfina á notkun illgresiseyða.
Sáðtími og sáningartækni
Miklu skiptir að ekki líði langur tími frá því flagið er unnið í síðasta sinn fyrir sáningu
þar til sáð er. Ef sáning dregst í einhverja daga eftir jarðvinnslu fær illgresið forskot
sem getur skipt sköpum í samkeppni við nytjaplöntumar.
Að jafnaði þolir stórt fræ meiri dýpt en lítið. Þetta gildir sérstaklega við
samanburð á fræjum sömu tegundar en einnig að nokkm um fræ mismunandi tegunda.
Við sáningu skiptir miklu að fræið fari ekki dýpra en nauðsyn krefur, þeim mun dýpra
sem sáð er, þeim mun lengri tíma tekur það fyrir plöntuna að koma upp. Einnig era
plöntur sem koma úr mikilli dýpt veikari en þær sem spíra nær yfirborðinu. Þó ber að
hafa í huga að sé yfirborð jarðvegs mjög þurrt en nægur raki í aðeins meiri dýpt getur
verið rétt að sá aðeins dýpra til að nýta rakann, ekki síst ef um er að ræða kom eða
aðrar tegundir sem bera stór fræ.
Til að nýta vaxtarrýmið sem best er æskilegt að dreifa fræinu sem jafnast í
moldina. Þegar notuð er raðsáðvél verður því ekki komið við til fulls. Það verður í
flestum tilvikum lengra bil milli raða en fræjanna í röðunum. Eigi að síður þykir svo
mikill kostur að fræin fari öll jafn djúpt og hæfilega djúpt að raðsáðvélin þykir
sjálfsögð í grannlöndum okkar. Hún er einnig mjög nákvæm.