Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 133
131
Tegund Ræktunarreynsla
Ætihvönn 5% spímn eftir sáningu beint í svörð. Sá beint í bakka og geyma úti í sólreit (Reyniviðaraðferðin). Planta í gegnum plast.
Vallhumall Auðvelt að safna fræjum. Um 80% spímn, einnig gengur vel að taka afleggjara - deila plöntum í sundur. Best að sá beint í sáðbakka, taka í sundur og planta út í plast.
Garðabrúða Um 5-7 % uppkoma eftir sáningu í beinan svörð
Blákolla Gekk mjög illa að sá beint.
Rauðsmári Um 80-90 % uppkoma
Bumirót Rótarskipting - gengur vel ef illgresi er haldið niðri.
Maríustakkur Hægt að sá eða fjölga með smáplöntum
TúnfífíU Innflutt fræ, gekk vel en lifði ekki af veturinn.
Baldursbrá Hægt að sá og planta í gegnum plast í fijósaman jarðveg.
Blóðberg Gengur vel að rækta í pottum í gróðurhúsi.
Túnsúra Hefur verið ræktuð í gróðurhúsum.
Hluti ofangreindra tegunda eru til sölu sem jurtate, krydd eða í jurtahylkjum.
Eitt helsta vandamál við ræktun ofangreindra tegunda tengist samkeppni við illgresi.
Því eru þessar tegundir flestar ræktaðar í pottum eða þeim plantað í gegnum svart
plast. Mikil vinna og vandi er að uppskera tegundimar þar sem ekki er til staðar nógu
góð tækni til þess. Segja má að minni reynsla sé af ræktun annarra tegunda.
Undanfarin ár hafa verið í gangi rannsóknir á virkni íslenskra jurta hjá
Raunvísindastofnun Háskóla íslands, undir stjóm Sigmundar Guðbjamarssonar. I
þeim rannsóknum hefur ætihvönn og vallhumall komið mjög vel út í frumueiturvirkni
á krabbameinsfrumum, og á ýmsar tegundir baktería og veira. Mikil áhugaverð
veiruvirkni er ennfremur í blóðbergi. í blágresi, mjaðjurt, blóðbergi og hundasúru er
meiri bakteríuvirkni en í ætihvönn og vallhumli. Virknin virðist fyrst og fremst
beinast gegn gram-jákvæðum bakteríum (Steinþór Sigurðsson, munnl. 2004). Lögð
hefur verið megin áhersla á að rannsaka ætihvönn nú síðustu misseri og því kemur hér
nánari umfjöllun um þá tegund.
Ætihvönn (Angelica archangelica) er af sveipjurtaætt. Hvönnin er eina
grænmetistegundin sem er af norrænum uppruna, og eina krydd-/lækningajurtin sem
er að einhveiju ráði komin inn sem markaðsvara hér á landi. Áður fyrr voru hvannir
mikið nýttar og hvatt sérstaklega með fjárstuðningi til að fólk stundaði þá ræktun
heima við bæi. Enda var hvönnin notadrjúg til matar. Vandinn við hvannarræktun
felst einkum í lélegri fræspírun. Hvönn vex villt í gróðurmiklum gilshvömmum og
lautum, við ár og læki sem og í sjávarhömrum eða í klettum. Við ræktun hvannar
getur orðið vandamál með skordýr sem stundum sækja mjög hart að henni. Allir
hlutar plöntunnar eru eftirsóknarverðir í náttúruafurðir; fræ, blöð og rætur.
Fræþroski
Stærð fullþroskaðra fræja er um 7-10 mm, og breidd þeirra um 5-7 mm. Samkvæmt
norskri, þýskri, finnskri og ungverskri athugun em fræ íslensku ætihvannarinnar að
jafnaði stærri en þeirrar erlendu (Steinar Dragland, 2000). Aldinið klofnar í tvö
deilialdin, hvort með fjómm rifjum öðmm megin. Þyngd fullþroskaðra aldina er á
milli 24,1- 40,7 mg eða að meðaltali um 32,4 mg sem gera um 31 aldin í gr.