Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 134
132
Fræþunginn er frá 4,5-11,2 mg, eða að jafnaði 6,6 mg. Hreinsuð fræ í grammi eru þá
um 152. Fjöldi aldina í hverri blómskipun, samsettum sveip, eru milli 1900-3300.
Meðalfjöldi greina í sveip eru um 63, en að jafnaði ná ekki allir að gefa fullþroska
aldin. Fjöldi sveipa á plöntu geta verið frá einum og upp í átta.
Mikill breytileiki er í ætihvönn hér á landi. Upplýsingamar hér að ofan tengjast
ræktunarathugun á Hvanneyri þar sem plöntumar eiga rætur sínar að rekja til
Hvalseyja á Faxaflóa annars vegar og hins vegar Engi í Laugarási.
Ræktun
Best hefur reynst að sá hvannarfræjum í fjölpottabakka í gróðurhúsi að vori og planta
út í gengum plast þegar sumrar. Sáð hefur verið um 19. mars og plantað í byrjun júní.
Spírunarhæfni þeirra fer að nokkm eftir uppmna en svo virðist sem hún sé betri þegar
móðurplöntur koma af frjósömu ræktunarlandi en snauðum sandjarðvegi. Almennt er
spímnarhæfnin aðeins um 5-8%. Fræin em best geymd í kæli við um 0-3°C. Erlendis
er mælt með því að blanda fræjunum saman við sand og væta í áður en þau em sett í
kæli. Ef þau em geymd í kæli í að minnsta kosti mánuð, má reikna með betri spímn
(Bertalan Galambosi, 1994). Sé fræjunum hins vegar sáð úti að hausti sér náttúran um
eðlilega kælingu en um leið er hætta á að mýs og fuglar eti fræin, en þau em þeim
mjög eftirsóknarverð.
Eftir útplöntun ætihvanna hægir mjög á vexti en þær ná sér á strik aftur eftir um 7-9
vikur (Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 2001). Vaxtahraði er mjög hægur fyrstu tvö
árin og ekki má gera ráð fyrir neinni fræuppskem fyrr en á þriðja ári. Mikill munur er
á plöntum eftir því hvort þeim er plantað niður í gengum plast eða ekki. Plastið gefur
plöntunum ákveðið forskot og plöntumar verða almennt með stærri blöð og jafnari í
vexti. Nær allar gefa fræ á sama tíma. Plöntur sem settar em beint í mold, eiga í
erfiðleikum með samkeppni við illgresi og þroskast á mjög mismunandi tímum.
Ákveðið óhagræði verður þá við uppskerustörfin, þar sem minna magn fæst af
hverjum lengdarmetra.
Vel hefur reynst að setja plöntumar með 100 cm millibili í gengum plast og í tvær
raðir, þannig að raðimar myndi sik-sak munstur í plastinu. Um 50 cm em milli raða.
Bil milli plastrenninga er um 110 cm. Þetta gefur hæfilegt vinnusvæði til að uppskera
tegundina; blöð og fræ.
Sumarið 2003 var mikið um skordýr. Að hvönninni sóttu blaðlýs í miklu magni.
Fyrrihluta sumars var ekkert að sjá til hennar en um mánaðarmótin júlí-ágúst mátti sjá
mikla skemmdir eftir hana. Þeir sveipir sem vom á blómstigi, náðu aldrei að þroskast
almennilega en þeir sem höfðu náð góðum þroska virtust ekki verða fyrir
skakkaföllum. Toppsveipimir sluppu en nær allir hliðarsveipir urðu svartir og
uppskemrýrir. Ekki var mælanlegur munur á milli plantna eftir uppmna, en í sjónmati
virtist hvönnin frá Hvalseyjum vera sterkari á móti henni - hugsanlega hafa þær
plöntur þroskast fyrr en plöntumar frá Engi, því þungi aldina var einnig meiri hjá
Hvalseyjarplöntunum. Ekki vom gerðar neinar athuganir á því hvemig megi koma í
veg fyrir ágang skordýra á hvönnina.